Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 221
BÚNAÐARRIT
339
an. Auk þess nauts á félagið nú Pctur S 111 frá Pét-
ursey, Odda S 117 frá Oddgeirshólum, Nára S 145 frá
Hjálmholti og Glám S 148 frá ölvesholti. Nokkur naut
í eigu einstaklinga voru einnig viðurkennd.
Nf. Stokkseyrarhrepps. Af 7 kúm, sem I. verðlaun
hlutu, voru 4 undan Mána frá Syðra-Langliolti, syni
Mána frá Kluftum, en dætur lians eru stærsti systra-
hópurinn í félaginu. Árið 1954 voru 24 þeirra skráðar
fullmjólkandi á skýrslur, og mjólkuðu þær að meðal-
tali það ár 3388 kg með 12603 fe. Annar stærsti systra-
hópurinn, 19 dætur Hreiðars II frá Syðra-Seli, sonur
Mána frá Kluftum mjólkuðu sama ár 3396 kg, með
13452 fe. Sjö dætur Óðins í Gaulverjabæjarlireppi
frá Bræðratungu mjólkuðu 3174 kg, með 11299 fe að
meðaltali og jafnmargar dætur Hreiðars I frá Geld-
ingaholti, sonar Ivlufta, mjólkuðu sama ár 3258 kg,
með 12220 fe.
í Stokkseyrarhreppi eru margar álitlegar mjólkur-
kýr, enda hafa öll nautin, sem getið hel'ur verið,
reynzt vel. Þó eru sterkar líkur fyrir því, að Hreiðar
II hafi búið yfir „bulldog" eðli, en ekki hefur tekizt
að rekja, hvaðan sá þáttur hefur komið. Naut fé-
félagsins, Oddur S 166 frá Oddhóli, hlaut II. verðlaun.
Nf. Sandinkurhrepps. Hér hlutu 5 kýr I. verðlaun,
og voru 3 þeirra dætur Mána frá Túnsbergi, sonar
Mána frá Ivluftum, en nálægt 40% af fullmjólkandi
kúm í félaginu 1954 voru dætur hans eða alls 48. Mjólk-
uðu þær það ár að meðaltali 3070 kg, með 12902 fe.
Máni fékk á sinni tíð I. verðlaun fyrir afkvæmi sín
og var notaður mjög lengi í félaginu. Hann hefur mót-
að kúastofninn í Sandvíkurhreppi geysilega sterkt og
bætt hann. Annar systrahópur, 16 dætur Kols S 14
frá Hæli, mjólkaði 1954 að meðaltali 2948 kg, með
12087 fe. Þegar þetta er ritað, er vitað um 9 fullmjólk-
andi dætur Gylfa S 53 frá Litlu-Sandvík árið 1955,
og mjólkuðu þ.ær það ár að meðaltali 12550 fe. Á