Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 224
342
BÚNAÐARRIT
hreppi hefur reynzt vel til kynbóta i öðrum félögum.
Hafa bæði naut og kvígur, seld annað, mörg gefið
ágæta raun. Má þar nefna þessi naut, sem nú hlutu
I. verðlaun: Rauðkoll S 25 frá Laugum, Mána S 32 frá
Miklaholtshelli. Bjart S 37 frá Litlu-Reykjum og
Skjöld S 63 frá Oddgeirshólum. Þá má enn fremur
nefna þessi föllnu naut, sem gefið hafa glæsilega
raun: Grana frá Langsstöðum, sem notaður var í
Gnúpverjahreppi, Röðul S 23 í Grímsnesi og Lit S 35
i Hrunamannahreppi, sem báðir voru frá Langholts-
parti og báðir sammæðra Sorta S 64 í Gnnpverja-
hreppi, og að síðnstu má nefna Krumma S 43 frá
Oddgeirshólum, sem notaður var í Biskupstungna-
hreppi.
Af I. verðl. kúnum voru 7 frá Mildaholtshelli, 6 frá
Hjálmholli, sem verið hefur með afurðamestu búum
landsins, 6 frá Oddgeirshólum, 6 frá Laugardælum,
5 frá Læk, 5 frá Króki og 4 frá Stóru-Reykjum.
Nf. Skeiðahrepps. Þetta er einnig gamalt félag,
sem vel hefur starfað og með góðum árangri. Á sýn-
ingunni voru dæmdar 266 kýr. Hlutu 55 I. verðl., 104
II. verðl., 75 III. verðl. og aðeins 32 engin, enda þótt
margar kvígur væru dæmdar vegna afkvæmasýn-
ingar. Af I. verðl. kúnum voru 10 dætur Gosa S 24
frá Grafarbakka, og er ritað um þær hér að framan.
Þá hlutu 10 dætur Högna S 16 frá Högnastöðum I.
verðlaun, en alls voru 44 fullmjólkandi dætur hans
á skýrslum 1954, og mjólkuðu þær að meðaltali það
ár 3419 kg, með 13966 fe. Sjö dætur Þrándar Klufta-
sonar frá Þrándarholti hlutu I. verðlaun, og 39 dæt-
ur hans mjólkuðu að meðaltali 3672 kg, með 14192 fe
árið 1954. Sex dætur Kela Huppssonar frá Hrafn-
kelsstöðum hlulu I. vcrðlaun, og 17 dætur hans mjólk-
uðu 1954 að meðaltali 3561 kg, með 13547 fe. Af öðrum
systrahópum voru 1954 þessir stærstir: 19 fullmjólk-
andi dætur Reyks Þrándarsonar frá Reykjum, sem