Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 225
BÚNAÐARRIT
343
mjólkuðu það ár að meðaltali 3408 kg, með 13376 fe,
13 dætur Kols S 18 frá Litlu-Sandvík, sem mjólkuðu
3026 kg, með 11377 fe, og 12 dætur Kolskeggs, sem
mjólkuðu að meðaltali 3361 lcg, með 13600 fe.
Nautgriparæktarfélag Skeiðahrepps fékk 4 af naut-
um síniun viðurkennd I. verðlauna gripi á sýning-
unni, og er fgrsta nautgriparæktarfélag hér á landi,
sem náð hefur þeim árangri á einni sýningu. Naut
þessi voru Hníl'iH S 2 frá Hjálmholti, sem fclagið
keypli úr Hraungerðishreppi að lokinni sýningu 1951,
þegar þetta naut hafði lilotið I. verðlaun þar, Gosi
S 24 frá Grafarbakka, Máni S 32 frá Miklaholtshelli
og Skjöldur S 63 frá Oddgeirshólum. Er allra þessara
nauta getið fyrr í grein þessari. Þessi árangur félags-
ins er í sjálfu sér nægur vitnisburður um mikið kyn-
bótastarf. Hafa þessi naut ásamt fleiri góðum naut-
um gert kúastofninn í félaginu að álitlegum kynbóta-
stofni. Um leið hefur meðferð kúnna batnað, svo að
kynbæturnar fá notið sín. Með áframhaldandi notkun
góðra kynbótanauta fer að verða álitlegt að sækja
kynbótagripi í félagið, svo framarlega sem sauðfjár-
veikivarnir leyfa slíkt. Mjólkurfita var lengi vel lág í
félaginu, cn hefur stórhækkað allra síðustu árin. Má
í því sambandi geta þess, að meðalmjólkurfitan í
allri sveitinni á innlagðri mjólk í Mjólkurbú Flóa-
manna 1955 var 3.95%.
Auk I. verðlauna nautanna á félagið þessi naut, sem
II. verðlaun hlutu: Hjálm S 163 frá Hjálmholti, Rauð
S 174 frá E.-Langholti og Lat S 196 l'rá s.st. Hinir 2
síðastnefndu eru báðir synir Brands S 6 frá Unnar-
holtskoti, sem 1. verðlaun hlaut í Hrunamannahreppi
1951, og þriðji sonur hans í Skeiðahreppi, Brandur
S 208 í einkaeign, hlaut einnig II. verðlaun.
Af I. verðlauna kúnum voru 6 frá Álfsstöðum og 6
frá Þórði Guðmundssyni, Kilhrauni.
Nf. Gnúpverjahrepps. Sýningin í þessu félagi var