Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 226
344
BÚNAÐARRIT
afburða vel sótt. Voru alls dæmdar 374 kýr. Hlutu 78
þeirra I. verðl., 112 II. verðl., 122 III. verðl. og 62
engin. I siðasta flokknum voru margar kvígur. Á
sýningunni 1951 fengu 29 kýr alls I. verðlaun, og
sést af þvi, að enn liafa orðið stórstígar framfarir
i félaginu. Þá fengu samtals 8 kýr I. verðl. af 1. og
2. gr., en nú hlutu 39 kýr þá viðurkenningu.
Af I. verðlauna kúnum voru 6 frá Steinsholti, 5 frá
Ásólfi á Ásólfsstöðum, 5 frá Þrándarholti, 5 frá Stóra-
Hofi, 4 frá Stefáni á Ásólfsstöðum, 4 frá Björgvin í
Laxárdal, 4 frá Lýði í Hlíð og 4 frá Stóra-Núpi.
í þessu félagi er mjög álitlegur nautgripastofn,
sem er nokkuð hreinræktaður Kluftastofn. Þar hafa
verið notuð nokkur ága;t naut og sum þeirra mjög
lengi. Má í j)ví sambandi nefna I. verðlauna nautin
Klufta frá Kluftum og Hrafnkel frá Hrafnkelsstöðum,
sem bæði voru notuð til 12 ára aldurs. Árið 1954 var
61 dóttir Hrafnkcls, sem mjólk bafði verið fitumæld
úr það ár, á skýrslu, og var meðalnyt þessa systra-
hóps 3473 kg, með 14397 fe. Hlutu 18 dætur hans I.
verðlaun. Fullmjólkandi dætur Iílufta voru 47 það ár,
og mjólkuðu þær að meðaltali 3566 kg, með 14080 fe,
og hlutu 17 dætur hans I. verðlaun. Þá mjólkuðu
37 dætur Grana frá Langsstöðum 3822 kg, með 14689
fe, og hlutu 7 þeirra I. verðlaun, 30 dætur Feids frá
Syðra-Langliolti, skyldleiicaræktaðs sonar Mána frá
Kluftum, mjólkuðu að meðaltali 3229 kg, með 13509 fe,
og hlutu 7 þeirra I. verðlaun, og 10 dætur Rauðs frá
Laugum mjólkuðu 3541 kg, með 13870 fe, og fengu 5
þeirra I. verðlaun. Nolckrar kýr úr þessum systra-
hópum mjólkuðu yfir 20000 fe sama ár.
Framar í grein þessari hefur verið getið dætra
Bjarts S 37 frá Litlu-Reykjum og Tiguls S 42 frá
Skriðufeili, sem báðir hlutu I. verðlaun nú, og enn
fremur dætra Sorta S 64 frá Langholtsparti. Önnur
naut félagsins nú eru Gráni S 82 frá Felli, Skjöldur