Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 227
BÚNAÐARRIT
345
S 124 frá Hjálmholti, Randver S 140 frá Heiði og Logi
S 123 frá Stóru-Mástungu. Gnúpverjalireppur var
næsthæsti hreppurinn með mjólkurfitu í innveginni
mjólk í Mjólkurbú Flóamanna 1955, 4.05%.
Naut af Mýrdalsstofni hafa verið reynd í félaginu.
Eru þau Hjörtur S 55 frá Loftsölum, sem nú er íall-
inn, Gráni S 82 og Sorti S 64, sem þó er aðeins að
hálfu leyti af þessuin stofni. Útlit er fyrir, að Gnúp-
verjar muni ekki fara inn á þá braut að rækta Mýr-
dalsstofninn frekar, heldur nota Kluftastofninn við
framræktunina, enda eiga þeir stórglæsilega kynbóta-
gripi af þeim stofni, eins og áður hefur verið getið, og
enn fremur álitleg, ung naut. Skýrsluhald i lireppn-
um er mjög ahnennt, og starfar félagið með prýði
og árvekni.
Grein um 50 ára starfsemi félagsins birtist í 9. hefti
Freys árið 1955.
Nf. Iirunamannahrepps. Sýndar voru í Hruna-
mannahreppi 255 kýr. Hlutu 100 I. verðlaun, 80 II.
verðl., 61 III. verðl. og aðeins 14 engin. Á næstu sýn-
ingu áður hlaut 61 kýr I. verðl., og hefur því enn þeim
kúm fjölgað, sem slíka viðurlceningu liafa hlotið.
Hafa aldrei áður verið veitt I. verðlaun á jafmnargar
kýr í sama félagi, á sömu sýningu. Af I. verðl. kúnum
voru 9 frá Efra-Langholti, 8 frá Galtafelli, 7 frá Berg-
hyl, 6 frá Ásatúni, 6 frá Reykjadal, 5 frá Hellisholtum,
og 4 frá liverju þessara búa: Skipliolti, Syðra-Seli og
Sigmundi í Syðra-Langliolti. Sum þessara búa hafa
verið með afurðamestu lcúabúum landsins seinustu
árin.
Nautgriparæktarfélag Hrunamannahrepps er gam-
alt og sterkt félag, sem náð hefur miklum kynbóta-
árangri. Það hefur orðið hlutskipti þess að rækta
Kluftastofninn, og sýningin í sumar var sönnun þess,
að það starf hcfur liingað til gengið eins vel og frek-
ast var hægt að gera sér vonir um. Með hverri nýrri
23