Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 254
372
BÚNAÐARRIT
Laxamýri frá Jóni Péturssyni, Húsavík, Fff. frá Holti
í Þistilfirði, Fm. Gullhnakka, Laxamýri, M. Gullhúfa,
Laxamýri, Mf. Kati, Laxamýri frá Katastöðum, Núpa-
sveit, Mm. Lágfóta á Laxamýri frá Efri-Hólum í
Núpasveit. Hængur er fríður og þolslegur einstakling-
ur, en hefur varla nógu hvelfdan brjóstkassa. Herða-
kamburinn er í hærra lagi. Afkvæmi Hængs hafa sterlct
svipmót, er sýnir kynfestu. Þau eru sum svört, en
þau hvítu eru gul á liaus og fótum. Sum þeirra liafa
of krappan brjóstkassa og fullstutta hringu, en eru
flest holdgóð á baki, mölum og lærum. Laml)hrút-
arnir voru álitleg hrútsefni. Annar veturgamli hrút-
urinn hlaut I. verðlaun, en Iiinn II. verðlaun. Af-
kvæmi Hængs voru varla nógu þroskamikil, enda öll
lömb eða veturgömul, mörg fædd tvílembingar, og
veturgömlu gimbrarnar hafa líklega eltki fengið nógu
golt uppeldi til þess að geta sýnt, hvað í þeim býr.
Hængur hlaut III. verðlaun fgrir afkvæmi.
Suður-Þingeyjarsýsla.
(Eftir Grím Jónsson, Skafta Ilcnediktsson og
Halldór Pálsson.)
t Suður-Þingeyjarsýslu voru haldnar afkvæmasýn-
ingar í 8 hreppum og alls sýndir 8 hrútar og 7 ær með
afkvæmum. Grímur Jónsson var oddamaður dóm-
nefndar á öllum sýningunum, nema í Grýtubakka-
hreppi, þar sem Skafli Benediktsson var aðaldómari,
og á sýningunni að Laxamýri, þar sem Halldór Páls-
son dagmdi. Umsögn um afkvæmahópana er eftir
oddamann dómnefndar á hverri sýningu.
Svalbarðsstrandarhrcppur.
I Svalbarðsstrandarhreppi var sýndur einn hrútur
með afkvæmum, Dagur Jóns Bjarnasonar, Garðsvík,
sjá töflu 3.