Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 260
378
BÚNAÐARRIT
gott bak, breiðar og vel holdfylltar malir og góða lær-
vöðva. Bringan nær ekki nóg fram, og lofthæð og fóta-
hæð er of mikil á sumum afkvæmunum. Aðeins ein
ær af níu ám, 3 og 4 vetra, var tvílembd. Bendir það
til, að Fífill gefi ekki frjósöm afkvæmi. Af þremur
sonum Fífils fékk einn I. verðlaun, en hinir báðir II.
verðlaun. Þeir stóðu þó báðir nærri I. verðlunum.
Afkvæmi Fífils hafa vel hvita, sæmilega mikla ull.
Fífill hlaut II. verðlaun fijrir aflcvæmi.
Reykjahreppur.
Þar voru tvær kindur sýndar með afkvæmum,
Spakur Sigurðar Pálssonar, Skógahlíð og Gullhúfa á
Laxamýri.
Tafla 8. Afkvæmi Spaks í Skógahlíð.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Spakur, 5 vetra . 00.0 106.0 81 35 25.0 128
Synir: 1 hrútur, 2 vetra . 85.0 103.0 78 32 23.0 131
1 lirútur, 1 vetra . G8.0 99.0 76 36 23.0 130
3 hrútlömb, einl. . . 43.0 84.0 65 31 20.3 119
Dætur: 6 ær, 2, 3 og 4 vetra 56.3 94.7 70 32 20.3 124
4 ær, 1 vetra, gcldar 52.0 90.5 70 34 21.0 125
4 gimbrarlöml), einl. 36.0 79.5 63 31 18.5 119
3 gimbrarlömb, tvil. 34.0 76.0 62 31 17.7 115
Spakur er keyptur frá Þorgeiri Þórarinssyni, Grá-
síðu í Kelduhverfi. Faðir Spaks var frá Holti í Þistil-
firði. Spakur er I. verðlauna hrútur, en hann er þó full-
léttur og varla nógu útlögumikill. Afkvæmi hans sýna
litla kynfestu. Á einstöku þeirra ber á lausum bógum,
en sum hafa góðar herðar. Þau eru bakgóð og hafa
sæmilega góða lærvöðva. Bringan nær vel fram, en er
of útlögulítil aftur. Brjóstkassi afkvæmanna er frem-
ur þröngur, sem gæti að einhverju leyti orsakazt af
of lítilli næringu í uppvextinum, því að vanþroslca
virðist gæta í öllum afkvæmahópnum.
Spakur hlaut III. verðlaun fyrir aflcvæmi.