Búnaðarrit - 01.06.1956, Síða 261
BÚNAÐARRIT
379
Tafla 9. Afkvæmi Gullhúfu á Laxamýri.
1 2 3 4 5 6
Móðirin: Gullhúfa, 7 vetra 72.0 101.0 71 27 20.0 127
Synir: Þór, Núpstúni, 3 v. 134.0 117.0 84 32 25.0 130
Hængur, Hæli, 2 v. 101.0 106.0 84 37 24.0 133
Kongur, Laxam., 1 v. 100.0 108.0 80 34 25.0 129
1 hrútlamh, tvíl. .. 55.0 88.0 68 31 20.0 118
Dætur: Álka, 4 vetra 83.0 105.0 75 32 20.0 132
Gulkúða, 2 vetra . . 67.0 99.0 73 32 21.0 125
1 gimbrarlamh, tvíl. 50.0 87.0 66 30 19.0 118
Gullhúfa er eign Jóns H. Þorbergssonar á Laxamýri,
dóttir Kata þar frá Katastöðum í Núpasveit og Lág-
fótu á Laxamýri frá Efri-Hólum i Núpasveit. Gull-
húfa er djásn sem einstaklingur. Hún er í senn mikil
vænleikaær, frábær að þrótti, fagurlega gerð og feikna
afurðasæl. Hún er gul á haus og fótum, ullin laklega
i meðallagi að vöxtum og gul hár i henni aftur á háls-
inum. Hausinn er sver, snoppan alllöng, nasir flennt-
ar, granir mildar, augun stór og skær, og höfuðið ber
öruggt vitni um kjark og þrótt. Fæturnir eru sluttir,
sverir, sterklegir og gleitt settir. Hálsinn er alllangur,
nokkuð reistur, herðar breiðar, vel holdfylltar, spjald-
hryggur breiður, sterkur og holdgróinn, malir beinar,
breiðar og ágætlega holdfylltar, lærin vel vöðvafyllt,
og ná Iærvöðvarnir vel niður á hækilinn. Bringan er
óvenju breið, framstæð, útlögur ágælar og rifin vel
hvelfd.
Afurðir Gullhúfu hafa verið sem liér segir:
1950, tvævetlulamb,
1951, einleinbingur,
1952, einlembingur,
1953, tvílembingar,
1954, einlemliingur,
1955, tvílcmbingar,
brútur, vó 52 kg að bausti
gimbur, — 55 — — —
lirútur, — 64 — ■— •—
) gimbur, — 40 — •— —
j lirútur, •— 51 — •— —
lirútur, — 62 — — —
Ígimbur, — 50 — — —
lirútur, — 55 — — —