Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 281
BÚNAÐARRIT
399
C. Freyr nr. L, cign Eggerts Ólafssonar í Laxárdal,
var fyrst sýndur meö afkvæmum 1953 og hlaut þá II.
verðlaun fyrir þau. Ættartala hans er gefin i Biinaðar-
ritinu 67. árg., hls. 226, og vísast til hennar þar. Eins
og tafla 19 C sýnir, eru afkvæmi Freys prýðilega væn
og yfirleitt vel gerð. Þó eru þau ekki eins lýtalaus eins
og afkvæmi Pjakks og Roða. Þau Iiafa öll fráhært bak.
Það er í senn hreitt, vel lagað og holdgróið, enda er
Freyr sjálfur óvenjuleg bakholdakind. Malirnar eru
breiðar og holdgrónar, lærvöðvar þykkir, en ná í
styttra lagi niður á hækilinn á sumum. Bringan nær
fullstutt fram á sumum afkvæmunum, og útlögur eru
tæplega nógu miklar á einstalca þeirra, t. d. á tvævetra
hrútnum Nóa, sem ekki hlaut nema II. verðlaun vegna
þessa, en er að öðru leyli ágæt kind. Lambhrútarnir
5, synir Freys, sem sýndir voru með honum, voru
prýðileg hrútsefni. Ærnar, dætur Freys, í fjárræktar-
félaginu Þistli, eru frjósamar og ágætar afurðaær.
Vorið 1955 átti helmingur þeirra tvö lömb. Fallþungi
dilka eftir tvílembu haustið 1955 var 30.6 kg, en eftir
einlembu 16.3 kg. Á fæti vógu lömbin undan þessum
dætrum Freys til jafnaðar sem hér segir: Tvílemb-
ingshrútar 38.5 kg, tvílembingsgimbrar 37.0 kg og ein-
lembingsgimbrar 41.2 kg. Afkvæmahópurinn ber með
sér mikla kynfestu. Svipmót þeirra er þolslegt. Þau
eru ígul eða guldröfnótt á liaus og fótum, ullin hvít
og illhærulaus.
Freyr hlaut I. vcrðlaun fyrir afkvæmi.
D. Andri nr. XL, eign Óla Halldórssonar á Gunn-
arsstöðum, var sýndur með afkvæmum 1953 og hlaut
þá II. verðlaun fyrir þau. Varðandi ætt hans vísast til
Búnaðarritsins 67. árg., bls. 227. Andri er sjálfur jöt-
unn vænn og vcl gerður, vó nú 7 vetra gamall 126 kg
og hafði 120 cm brjóstummál og 28 cm breitt bak.