Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 288
406
BÚNAÐARRIT
A. Loðna nr. 599, eign Gríms Guðbjörnssonar,
Syðra-Álandi. Ætt: F. Bjartur nr. XIV á Syðra-ÁIandi,
Ff. Grænir á Syðra-Álandi frá Páli á Grænavatni. M.
Féleg nr. 465 á Sjrðra-Álandi, er hlaut I. verðlaun fyrir
afkvæmi 1949, sjá ætt hennar í Búnaðarritinu 64. árg.,
bls. 238. Loðna er sammæðra við Roða nr. XXXVI,
er nú hlaut I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Af-
kvæði Loðnu eru, eins og tafla 20 A sýnir, prýðilega
væn og hafa ágæt mál, þó var hrúllambið varla nógu
glæsilegt hrútsefni. Þau eru gul á haus og fótum,
prýðilega holdgróin og ræktarleg. Loðna hefur sjálf
verið mikil afurðaær. Hún hefur alls átt 10 lömb. Þau
hafa vegið sem haustlömb: 2 hrútar, einl., 50.0 kg,
4 gimbrar, einl., 44.2 kg, 3 hrútar, tvíl., 40.3 kg og 1
gimbur, tvil., 34.0 kg.
Loðna hlaut 1. verðlaun fijrir afkvsemi.
B. Rauðrófa, eign Sigfúsar A. Jóhannssonar, Gunn-
arsstöðum, er dóttir Kóngs nr. XV í Holti. Afkvæmi
hennar eru í senn væn og vel gerð. Sonur hennar, Kappi,
hlaut I. verðlaun og var sá 5. í röðinni af fullorðnu
hrútunum á sýningu fjárræktarfélagsins. Þokki hlaut
II. verðlaun, en stóð nærri fyrstu verðlaunum. Dætur
Rauðrófu eru prýðilegar ær að allri gerð og afurða-
góðar. Skýrsla um afurðir Rauðrófu hefur verið haldin
síðustu 5 árin, og hafa lömb hennar vegið sem hér
segir: 1 einlembingshrtúur 49.0 kg, 2 einlembings-
gimbrar 45.5 kg, 1 tvílembingshrútur 47.0 kg og 3 tví-
lembingsgimbrar 44.0 kg. Afkvæmin eru hvert öðru
lík, er sýnir mikla kynfestu. Þau eru gulleit á haus
og fótum, en hvít á ull, hafa góðar herðar, holdgróiö
og breitt bak, vel holdfylltar malir og ágæt læri.
Bringan er breið og ágætlega framstæð.
Rauðrófa lilant I. verðlaun fijrir afkvæmi.