Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 289
BÚNAÐARRIT
407
C. Drifa nr. 533, eign Ásmundar Kristjánssonar í
Holli, var fyrst sýnd með afkvæmum 1949 og hlaut þá
I. verðlaun fyrir þau. Ætt hennar er rakin í Búnaðar-
ritinu, 64. árg., hls. 239. Afkvæmi Drífu eru stór og
hraustleg og bera með sér mikla kynfestu. Höfuðið
stórt, þróttlegt, með flenntár nasir og stór, slcær augu.
Fætur eru fremur háir, sterkir og rétt setlir, hálsinn
í lengra lagi og allreistur, herðar breiðar, bakið sterkt,
breitt og lioldgott, malir langar, breiðar og vel liold-
fylltar, lærvöðvar ná tæplega nógu vel niður á hækla,
en eru miklir og þéttir upp i krikanum. Bringan er
ágætiega breið og framstæð og útlögur brjóstkassans
frábærar. Sjálf er Drífa dæmalaus hetja og endist ágæt-
lega. Hún hefur gefið ágætar afurðir, þrisvar verið
einlembd, en 7 sinnum tvílembd. Lömb hennar hafa
að haustinu vegið á fæti lil jafnaðar: Einlembings-
hrútar 54.5 kg, einlembingsgimbrar 47.0 kg, tvílemb-
ingshrútar 46.0 kg og tvílembingsgimbrar 43.0 kg.
Drífa hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
D. Bláleit nr. 765 er eign Ásmundar Kristjánssonar
í Holli. Ælt hennar: F. Grettir nr. XXI frá Hvammi,
Ff. Skrúður frá Þorsteini Þórarinssyni í Holti. M.
Drífa nr. 533, sjá C-lið hér að ofan. Garpur, sonur
Bláleitar og Loga, er prýðilegur I. verðlauna hrútur,
en dætur hennar eru misjafnar. Tvær þeirra eru
fremur lítilfjörlegar, en tvær mjög góðar kindur. Blá-
leit er frjósöm, hefur fjórum sinnum verið tvilembd,
en þrisvar einlembd. Öll lömb hennar nema eilt liafa
verið gimbrar. Þau hafa vcgið á fæli sem hér segir:
Einlembingsgiinbrar 44.0 kg, tvílembingsgimbrar 36.5
kg og tvílembingshrútur 44.0. kg.
Bláleit hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Slcjaldvör nr. 1005 er eign Árna Kristjánssonar
i Holti. Ætt liennar: F. Fífill nr. XXIV, er hlaut I.