Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 290
408
BÚNAÐARRIT
verðlaun fyrir afkvæmi 1949, sjá um ælt hans í Bún-
aðarritinu, 64. árg., bls. 234. M. Bera í Holti, Mf. Mörð-
ur nr. V, Mm. Kolbrim nr. 220. Kambur, sonur
Skjaldvarar, hlaut II. verðlaun sem einstaklingur en
lambhrútarnir, synir hennar, voru ekki nógu glæsileg
hrútsefni. Skjaldvör er frjósöm og mjólkurlagin. Hún
hefur alllaf verið tvílemhd og lömb hennar, 3 af hvoru
kyni hafa vegið að meðaltali 39.8 kg. Skjaldvör er mikil-
fengleg ær, en hefur fullmjótt bak og of holdrýrt og
er háfætt, sjá töflu 20 E. Afkvæmin líkjast henni,
eru hraustleg og líkleg til afurða, en ekki nógu vel
gerð, til þess að telja megi Skjaldvöru góða hrúta-
móður.
Skjalduör hlaut II. verölaun fyrir afkvæmi.
F. Menja, eign Arnbjargar Kristjánsdóttur í Holti,
er ekki í fjárræktarfélaginu Þistli. Ætt: F. Grettir nr.
XXI frá Hvammi, Ff. Skrúður frá Þorsteini Þórarins-
syn í Holti, M. Strýta nr. 407, Mf. Prúður nr. IX í
Holti frá Grænavatni, Mm. Dökkeyg í Holti.. Menja
er óvenju hraustleg og vel gerð afurðaær. Hún hefur
stuttan, sveran liaus, er jafnvaxin og prýðilega hold-
góð, einkuin eru lærin frábær. Hún er ágætlega frjó-
söm, hefur fimm sinnum verið tvílembd og tvisvar
einlembd. Lömb liennar hafa ekki öll verið vegin, en
tvílembingar hennar, sem vegnir hafa verið, hafa
vegið að ineðaltali 39.7 kg og 1 einlembingshrútur
50.0 kg. Afkvæmi Menju líkjast henni mjög að allri
gerð. Synir hennar, Kraki og Fengur, eru frábærir ein-
staklingar, og sá fyrrnefndi hlaut nú I. verðlaun fyrir
afkvæmi. Einn sonur hennar, Glói, var seldur í Skálar
á Langanesi og er nú á Efra-Lóni. Menja er frábær
hrútamóðir, þó var annar tvílembingshrútur hennar
nú ekki nógu þroslcamikill.
Menja hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.