Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 295
BÚNAÐARRIT
413
Sverhyrna er eign Tilraunabúsins á Skriðuklaustri,
var keypt þangað haustið 1951 frá Bessastaðagerði.
Sverhyrna er þolsleg, fremur vel gerð kind. Lömb
hennar liafa vegið að hausli þau ár, scm hún hefur
verið á Skriðulaustri, sem hér segir: Hauslið 1952
var hún með tvo lirúta, sem vógu 36 og 40 kg, haustið
1953 tvær gimbrar, 34 og 35 kg, haustið 1954 hrút og
gimbur, sem vógu 36.5 og 35 kg. í haust var hún svo
með hrút, 46.5 kg. 5 yngstu afkvæmi hennar voru sýnd
með henni.
Sverhyrna virðist ekki l)úa vfir mikilli kynfestu, því
að afkvæmi hennar eru ósamstæð. Hún er fi'jósöm og
sæmileg afurðaær, en enn er ekki séð, hvernig af-
kvæmi hennar reynast að því leyti. Bláinn, sonur
hennar, er mjög vel gerður en í léttasta lagi.
Sverhyrna hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Borgarf jarðarhreppnr.
Tafla 23. Afkvæmi Langs í Njarðvík.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Langur nr. XX, 4 v. 120.0 114.0 85 34 26.0 133
Synir: 3 hrútar 2 vetra .. 97.3 110.3 82 33 25.3 133
1 hrútlamb 47.0 85.0 67 30 20.0 125
Dætur: 7 ær, 2 vetra .... 61.3 95.9 71 31 21.7 127
(i ær, 1 vetra, geldar 56.7 95.2 71 31 21.7 127
7 lömb, einl 35.9 80.0 63 29 19.6 118
4 lömb, tvil 32.3 77.8 60 27 18.5 116
Langur nr. XX er eign Sigurðar Bóassonar, Njarð-
vík. Hann er keyptur frá Holti í Þistilfirði, sonur
Fifils XXIV og Elju. Fífill hlaut tvisvar I. verðlaun
fyrir aflcvæmi, 1949 og 1951. Um Fífil, ætt hans og
afkvæmi, má sjá í 64. árg. Búnaðarritsins bls. 234 og
65. árg., bls. 161. Langur er talinn rnjög góður I. verðl.
hrútur á sýningu 1953, og aftur félik hann I. verðlaun
á þessu hausti.