Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 296
414
BÚNAÐARRIT
Langur er mjög föngulegur, holdmkill og vel gerð-
ur. Hin mikla þyngd hans liggur í löngum og vel
holdfylltum bol. Bringan cr breið, og nœr vel fram,
brjóstkassinn sívalur, bakið sterkt, holdgott og breitt,
lærin góð.
Tvævetru hrútarnir þrír, synir hans, Svanur, Kolur
og Flóki, sem fylgdu honum, eru allir þéttholda og
vel gerðir, og hlutu allir I. verðlaun sem einstaklingar
á hrútasýningu, sem haldin var sama daginn og af-
kvæmasýningin, og einnig hlaut þar I. verðlaun Smári,
veturgamall, sonur Langs. Tvævetlurnar, dætur I.angs,
eru prýðisvel gerðar ær og allþungar. Þær skiluðu í
haust lömbum, sem vógu lifandi að meðaltali 38.0 kg.
Veturgömlu ærnar eru holdgóðar og vel gerðar, en
of þroskalitlar og léttar af geldum ám. Lömbin eru
lika prýðilega gerð, en fremur smá.
Afkvæmi Langs eru mjög samstæð með breiða
bringu og útlögugóðan brjóstkassa, breitt og lvoldgott
bak og góða, fremur mikla ull.
Langur hlaut II. verðlaun fgrir afkvæmi.
Tafla 24. Afkvæmi Svölu í Geitavík
1 2 3 4 5 6
Móðirin : Svala nr. 5, 8 v. 65.0 98.0 93 28 21.0 128
Synir: Valur, 5 vetra .... 100.0 112.0 85 34 25.0 133
2 hrútlömb 51.7 89.5 71 31 21.0 125
Dætur: 4 ær, 3 v., 4 v. og 7 v. 65.2 98.2 73 32 21.0 130
1 ær, 1 vetra .... 64.0 104.0 72 29 23.0 127
Svala nr. 5 er eign Björns Jónssonar í Geitavik. Hún
var sýnd með afkvæmum haustið 1953 og lilaut þá
II. verðlaun. Svala er svört að lit og kollótt. Hún er í
meðallagi stór, hnarreist, ákveðin og hörkuleg á svip.
Hún er rigvæn og vegur nú 8 vetra gömul 65 kg.
Með henni voru sýndir tveir lambhrútar, synir
hennar, sem fylgt hafa henni á fjalli í sumar, og vógu
þeir 52 og 51.5 kg. Fjórar dilkær, dætur hennar, fylgdu