Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 298
416
BÚNAÐARRIT
Breiðdalshreppur.
Tafla 25. Afkvæmi hrúta í Sauðfjárræktarfélagi Breiðdæla.
1 2 3 4 5 6
A. Faðirinn: Norðri, 2 vetra 120.0 121.0 87 33 28.0 136
Synir: 2 hrútar, 1 vetra . . 94.0 110.5 81 33 25.5 133
2 hrútlömb, einl. . . 50.0 89.0 68 31 21.5 123
1 hrútlamb, tvíl. .. 43.5 87.5 65 27 21.0 115
Dætur: 7 veturg., geldar .. G0.1 98.6 73 31 21.9 129
3 veturg., mylkar .. 50.3 95.7 71 32 21.0 128
fi lömb, einl 40.7 84.7 66 30 19.3 117
4 lömb, tvil 38.5 83.5 65 28 19.3 115
B. Faðirinn: Grímur, 7 vctra 104.0 111.0 82 31 25.0 137
Synir: Kolur, 3 vetra . . . 104.0 112.0 82 29 25.0 133
Spakur, veturg. ... 72.0 101.0 87 31 21.0 134
2 lömb 41.5 85.5 65 29 19.5 122
Dætur: 5 ær, 2—5 vetra ... 54.6 90.6 72 33 19.6 129
5 ær, 1 vetra, geldar 49.2 92.2 70 33 19.4 129
8 lömh, einl 37.8 82.5 65 32 18.6 121
A. Norðri er eign Sigurðar Lárussonar á Gilsá. Hann
var keyptur lambhrútur frá Holli í Þistilfirði, sonur
Loga.
Norðri er óvenju holdmikill og vel gerður hrútur.
2 vetra vegur hann 120 kg. Hann er gulleilur á haus
og fótum með hvíta og góða ull. Hann hefur breiða
bringu, sem nær mjög vel fram, og útlögumikill. Yfir-
línan er bein og hrúturinn allur gróinn í holdum frá
haus og aftur á malir. Bakið cr feikna brcitt og lærin
vel holdfyllt niður á hækla. Fótstaðan er sæmileg, en
hrúturinn virðist þó lélegur til gangs.
Veturgömlu hrútarnir, sem fylgdu Norðra, eru
báðir mjög vænir og vel gerðar kindur og hafa erl't
kosti í'öður síns i ríkum mæli. Annar þeirra, sem
Smári hét, var framúrskarandi kind að allri gerð.
Lambhrútarnir eru líka mjög vel gerðir og allir
góðir ásetningshrútar, gimbrarnar eru sömuleiðis
góðar. Ærnar, sem allar eru veturgamlar, eru vænar