Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 305
BÚNAÐARRIT
423
of mjóan hrygg og eru rýr í mölum og lærum. Lamb-
hrútarnir eru vel vænir, einkum annar þeirra, nr. 10,
sein er rígvænn og mjög efnilegur. Kjötprósenta slátur-
lamba undan Spak, meðaltal áranna 1950—’54 er
37.96.
Spakur hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmin nú eins
og 1953.
B. Óðinn nr. LXVIII er eign Guðjóns Jónssonar,
Flatey. Hann lilaut I. verðlaun sem einstaklingur
1953 og aftur nú í haust. Ætt: F. Fótur nr. V, Ff.
Múli, Stafafelli, M. Ljóma, Mf. B.-Kolur. óðinn er
mjög vænn og vel gerður að öðru leyti en því, að
hann er fullháfættur. Afkvæmi hans eru framúr-
skarandi fríð og hörkuleg og fremur væn, þegar frá eru
skildir hrútarnir. Veturgömlu hrútarnir tveir, er
sýndir voru með Óðni, eru ekki nógu góðir. Annar
þeirra, Nói, hlaut þó I. verðlaun, og er hann sæmilega
vel gerður, en fullholdlítill. Hinn hlaut aðeins III.
verðlaun. Dætur Óðins eru yfirleitt vel gerðar og sér-
staklega vel holdfylltar á hrygg, en liafa heldur grunn-
an brjóstlcassa, og lærvöðvar ná ekki nógu langt niður
á legginn. Óðinn er ekki laus við þennan galla sjálf-
ur. Yfirleitt er afkvæmahópurinn ágætlega samstæð-
ur og líkist föðurnum, þegar frá eru teknir vetur-
gömlu hrútarnir.
Óðinn hlaut III. verðlaun fgrir afkvæmi.
C. Fálki nr. L, eigandi Arnór Sigurjónsson, Árbæ.
Ætt: F. Spakur nr. XLIV, Ff. Núpur nr. 29, Kálfa-
felli, er hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi 1949, sjá
um ætt hans í Búnaðarritinu, 64. árg., bls. 247. M.
Svana, Mf. Svanur II. Fálki er nú 6 vetra og er ágæt-
lega vænn og þolslegur og liefur ekkert rýrnað enn.
Hann hlaut nú I. verðlaun sem einstaklingur og einnig
1953. Afkvæmi Fálka eru svipfögur og hraustleg og