Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 308
426
BÚNAÐARRIT
en eigi sonu sína að sama skapi. Er það þó eigi full-
reynt, því aðeins þessir 2 hrútar, sem sýndir voru nú
með lionum, hafa verið aldir upp undan honum. Dæt-
ur hans eru flestar góðar hrútsmæður og ágætlega
frjósamar.
Snær hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
F. Gulur nr. LXIV, eigandi Guðmundur Bjarna-
son, Holtahólum. Ætt: F. Reynir nr. LIV, er hlaut
II. verðlaun fjrrir afkvæmi 1951 og 1953, sjá um ætt
hans í 65. árg. Búnaðarritsins, hls. 171, M. Gnlbrá
nr. 561, Mf. Fróði nr. XX, er hlaut II. verðlaun fyrir
afkvæmi 1949, sjá um ætt hans í 64. árg. Búnaðar-
ritsins, bls. 244, Mm. Brúða. Gulur er nú 4 vetra og
liefur alltaf fengið I. verðlaun á sýningu sem ein-
staklingur. Hann er framúrskarandi vel gerð kind
með mjög fríðan og hraustlegan svip, þykkvaxinn
og þéttholda og hefur engin byggingarlýti. Afkvæmi
hans bera með sér mjög' mikla kynfestu og eru sem
steypt í eitt og sama mót. Honum fylgdu 2 hrútar,
2 vetra, háðir ágætar kindur, einkum þó Drórni,
sem er fremur smá kind, en afburða vel gerður.
Birkir er og ágætlega vaxinn, en varla nógu vænn
nú. Dætur Guls eru flestar atgervisær og ágætar hrúts-
mæður. Þær hafa allar mjög vel lagaðan brjóstkassa
og vel rúman og afbragðs bak, bæði breitt og hold-
mikið. Lambhrútarnir eru báðir ágæt hrútsefni, eink-
um þó annar þeirra, nr. 99. Gimbrarlömbin hafa sum
heldur knappt brjóstummál, en framúrskarandi
spjaldhrygg. Afkvæmin eru öll framúrskarandi fríð og
hraustleg eins og Gulur sjálfur, eru flest með gulleitan
haus og dindil og sum með írauðan hnakka, ullin er
ekki mikil, en þétt og mjög lítið um illhærur. Kjötpró-
senta sláturlamba undan Gul, meðaltal áranna 1952—
’54, er 37.3. Gulur hefur mjög mikið kynbótagildi.
Gulur hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.