Búnaðarrit - 01.06.1956, Síða 310
428
BÚNAÐARRIT
(sbr. töflu 28 C hér að framan). Þau eru alllík móður
sinni að gerð, en hafa flest betri spjaldhrýgg.
Láða hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
II. Lukka, eign Bergs Þorleifssonar, Flatey, er 8
vetra. Hún er tvílenibingur og var með lambi gemlings-
árið og hefur síðan verið einlembd, nema 2 síðast-
liðin ár. Lukka er dóttir Fants í Flatey. Hún er smá
kind og mjög lágfætt með sæmilega góðan brjóst-
kassa, en þó eru rii'in tæpast nógu útskotin frá herð-
um og herðakambur nokkuð hár. Hryggur er mjór og
holdskarpur, og mun ærin allmikið faxún að rýrna.
Afkvæmi Lukku eru yfirleill betri en hún sjálf, nema
lömbin, sem eru afar rýr. Veturgömlu ærnar hafa
mun betra bak en móðirin, en eru ekki nógu vænar.
Sonur hennar, Eitill, var sýndur með afkvæmum í
Borgarhafnarhreppi og vísast til umsagnar um hann
þar scm einstaklings, sjá töflu 30 C.
Lukka lilaut III. verðlaun fijrir afkvæmi.
C. Rausn nr. 724, eign Benedikts Bjarnasonar,
Tjörn, 6 vetra, er sæmilega væn og hefur góðan spjald-
hrygg, en heldur útlögulítinn brjóstkassa. Ætt Rausn-
ar: F. Hlynur nr. 43, Ff. Hrani nr. 34, Fm. Dúða 468,
M. Frekja, Mf. Hnífill, Mff. Freyr nr. X, Mm. Prúð.
Afkvæmi Rausnar eru sæmilega vel gerð, en nokkuð
sundurleit og kynfesta því ekki nema í meðallagi.
Þau eru öll mjög hraustleg, en fremur ófríð, einkum
Auli, sem er eign Bjarna Guðmundssonar á Höfn.
Rausn hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
D. Vera nr. 8íl, eign Benedikts Bjarnasonar, Tjörn.
Ætt Veru: F. Gáski, M. Sæmd nr. 710, Mf. Sldðir nr.
37, Mm. Síðklædd nr. 216. Vera er rígvæn ær og mjög
fönguleg, allvel gerð, en þó með heldur mjóan spjald-
hrygg. Hún er nú 5 vetra. Henni fylgdi aðeins ein ær,