Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 337
BÚNAÐA RRIT
455
úsamt tölu lamba, sem komu lil nytja að hausti, eftir
hverjar 100 félagsær. Þá eru gefnar meðalafurðir í
dilkum, bæði þungi dilka á fæti og fallþungi þeirra
eftir tvílembu, einlembu, á sem skilaði lambi að
hausti og eftir hverja fóðraða félagsá. Enn fremur er
gefið yfirlit um gæðamat falla af slátruðum lömb-
um. Því miður vantaði tæmandi upplýsingar um
þetta atriði frá mörgum félögunum eins og yfirlits-
skýrslan ber með sér. Loks er sýnt, hve mikill
hundraðshluti ánna átti tvö lömb eða fleiri, eitt lamb
eða ekkert lamb. Sýnir þetta bezt frjósemi ánna, þótt
tala lamba að hausti eftir hverjar hundrað ær sýni
betur hvern þátt frjósemi ánna á í heildarafurðum
þeirra.
Yfirlitsskýrslan sýnir niðurstöður úr 71 íélagi. Fé-
lagsmenn voru 831. Ær á skýrslu voru í ársbyrjun
14413, en aðeins 12012 þeirra voru vegnar haustið
1953.
Flest þau félög, þar sem ærnar voru ekki vegnar
haustið 1953, voru ekki stofnuð fyrr en á vetrinum
1953—1954.
Þungi ánna.
Meðalþungi ánna haustið 1953 var 57.G kg. Þyngst-
ar voru ærnar í sauðfjárræktarfélaginu Von, Bæjar-
hreppi, Strandasýslu, 67.9 kg, en næstþyngstar af
þingeyska stofninum í Sf. Vestri, Svarfaðardal, 66.0
kg, en léttastar voru ærnar í Sf. Borgarhafnarhrepps,
A.-Skaft, 45.8 kg.
Þær 12012 ær, sem vegnar voru bæði að hausti og
vori, þyngdust að meðaltali 1.9 kg yfir veturinn. í 14
félögum léttust ærnar, i 44 þyngdust þær yfir vetur-
inn, en í 13 félögum voru þær ekki vegnar um haust-
ið. í 12 félögum þyngdust ærnar að meðaltali meira
en 5 kg yfir veturinn og í 5 þeirra meira en 6 kg.
Mest þyngdust ærnar í Sf. Haganeshrepps, 8.0 kg, þar