Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 352
470
BÚNAÐARRIT
meðferðis. Eru dúkar þessir, bæði að dómi S. I.
Stroock og einnig dr. J. I. Hardy, er áður var getið,
hinir ágætustu, bæði hvað áferð, styrkleika og mýkt
snertir. Og alveg sérstaklega lausir við að taka í sig
brot eða krimplinga. Mr. Stroock kvað enska pundið
af þelinu ca. $ 1.00 virði, eða kr. 14.30 pr. kg, og ef
hann gæti fengið þelið fyrir það verð, væri um all-
mikla möguleilca fyrir hann að ræða, að nota það i
stórum stíl í dýran vefnað.“
Ull sú, sem hér um ræðir, var aðgreind í þel og tog
í verksmiðju, sem tók að sér að greina þel frá togi
úlfalda- og Lama-ullar þeirrar, sem firmað Stroock
& Co. notaði. Dúkar þessir voru taldir bezt fallnir i
yfirhafnir barna og kvenkápur.
Af framanrituðu sést, að þel íslenzku ullarinnar
getur verið mjög mikils virði, ef rétt er á haldið, og
virðist því vera full ástæða til, að athugað sé, hvort
ekki muni vera hægt að viðhafa svipaðar vinnslu-
aðferðir hér á landi.
Dr. Halldóri Pálssyni var bent á, að vandalaust væri
að skilja þel frá togi í kembivélum.
„Þessi aðferð byggist á því, að hárin eru mislöng.
Þelhárin eru yfirleilt styttri en toghárin og við kcmb-
inguna má stilla vélarnar þannig, að öll hár, styttri
en einhver ákveðin lengd, kembist úr lopanum.“
(Tilvitnanir innan gæsalappa eru teknar orðréttar
úr grein dr. Halldórs Pálssonar: „Skýrsla um ferð
til Bandaríkjanna sumarið 1944“, sem prentuð er í
Milliþinganefnd Búnaðarþings 1943).
f ullarverksmiðjunni Gel'jun á Akureyri eru að
vísu stytztu þelhárin (smáki, ,,noils“) greind frá
kambgarnslopanum í kembivélunum, en smáki þessi
er eingöngu notaður til íblöndunar i aðra ull til að
gera vörur úr henni mýkri. Þelhárin í smáka þessum
eru líka að öllum líkindum of stutt, til að hægt sé
að nota hann óblandaðan til dúkagerðar. Auk þess