Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 354
472
BÚNARAPRIT
og mun því nauðsynlegt að nota aðeins illhærulausa
ull, ef greina skal þel frá togi í vélum og vinna vand-
aða dúka úr þelinu. Vera má, að til séu einhverjar
aðferðir lil að skilja að þelhár og slultar illhærur
í vélum, og ef svo er, væri hægt að nota meiri ull og
misjafnari að gæðum til þessarar vinnslu.
Fínni hluta toglopa þess, sem fæst við þessa
vinnsluaðferð, má að ölluin likindum nota í grófara
kambgarn eða Inisgagnaáklæði, en grófari liluti hans
virðist vera framúrskarandi góður í gólfteppi, og er
gólfteppaiðnaðar nú í uppsiglingu hérlendis, svo að
ekki ætli að vera vandkvæðum hundið að fá mark-
að fyrir toglopann. Enn fremur er íslenzka ullin of
þelmikil til að nota liana upp og ofan í gólfteppi, og
virðist því hagnaðurinn af þessari vinnsluaðferð
auðsær.
Ullarmatið í Ullarþvottastöðinni á Alcureyri er
gæðamat, og er þar fyrst og fremst stcfnt að því að
ílokka ullina eftir því, hvað vinna á úr henni. Ekki
er ég nógu kunnugur mati þessu til að geta dæmt
um, hve vel þcssu markmiði er náð, en eins og sést af
því, sem sagt er um aðgreiningu þels frá togi og
vinnslu á þelinu, virðist ástæða til að ætla, að endur-
skoða þyrfti matið á þeirri u11, sem notuð yrði til slíkrar
vinnslu. Islenzka ullin er einnig svo misjöfn að gæð-
um, að hún á ekki nema nafnið saman, og verður því
alltaf vandasaint að meta liana rétt. Það er staðreynd,
að nolagildi ákvcðins gæðaflokks takmarkast af verstu
ullinni, sem í gæðaflokknum lendir, og veltur því nijög
mikið á því, að til matsins sé vandað sem mest má
verða.
Þegar bændur leggja inn ull sina í kaupfélögin, er
hún fyrst vegin og um leið gengið úr skugga um,
að hún sé þurr, og athugað, livort ólióflega mikill
sandur eða mold sé í henni. Er þá áætlað, hve miklu
óhreinindin nemi fram yi'ir það, sem eðlilegt er talið,