Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 358
476
BÚNAÐARRIT
sem leggur inn í kaupfélag sitt 100 kg af gulblakkri,
togmikilli, grófri og illhæruskotinni ull, fær jafn-
gott verð fyrir hana og nágranni hans, sem leggur
inn í sama kaupfélag 100 kg af hvítri, þelmikilli,
fínni og illhærulausri ull. Er þá gert ráð fyrir, að
báðir aðilar hafi lagt inn heil reyfi og óhreinindi í
ullinni hafi verið innan þeirra takmarka, sem eðlilegt
má telja.
Enginn vafi er á því, að góða ullin er meira virði lil
iðnaðar, ef rétt er á haldið, og er þvi bagalegt, að
ekki skuli vera gerð gangskör að því að hvetja menn
til að bæta ullina á fénu með því að borga betur
fyrir góða ull en slæma. Bent hefur verið á hér að
framan, að e. t. v. séu enn ónotaðir ýmsir möguleikar
á iðnaði úr íslenzkri ull. Ef í það væri ráðizt að nýta
þessa möguleika, virðist auðsætt, að hægt væri að
vinna meira úr ullinni innanlands en nú er gert.
Verðið á ullinni ætti þá ekki í eins ríkum mæli
að verða háð ullarverðinu á heimsmarkaðinum og
verið hefur, og sveiflur á ullarverðinu yrðu því
minni.
Enn fremur má gera ráð fyrir, að liægt myndi vera
að auka verðmæti ullarinnar með þessu móti, því að
ull sú, sem út er flutt, selst mestmegnis sem gólf-
teppaull, en sú ull er yfirleitt verðlægsta ull á heims-
markaðinum. Mestur hluti íslenzku ullarinnar er þó
meira virði en gólfteppaull, ef liún er notuð til þeirra
hluta, sem hún er bezt til fallin. Má enn benda á um-
mæli útlendra sérfræðinga þessu lil sönnunar, og er
tilvitnunin tckin úr áðurnefndri grein dr. Halldórs
Pálssonar:
„Áður en ég fór lir Bandaríkjunum, hitti ég aftur
dr. von Bergen hjá Forstmann Woolen & Worsted Co.,
Passiac, New Jersey, til þess að ræða nánar við hann
um ýms atriði varðandi íslenzka ull. Ég ræddi við
hann um hvaða álit hann hefði á möguleika, til