Búnaðarrit - 01.06.1956, Síða 379
BÚNAÐARRIT
497
innar. Er því augljóst, að vinna ber að því eftir föng-
um að útrýma þessum göllum úr ullinni, og ætti það
að vera tiltölulega auðvelt, þar eð til er margt fé,
sem er því nær laust við þessa galla.
Svo virðist, sem saman fari ryðgulur litur i lmakka
og mikið af rauðgulum (írauðum) hárum í ullinni
annars vegar og hins vegar að starhærðum hnakka á
glámhvítu fé fylgi hvítar illhærur. Margir leggja
mikla áherzlu á, að fé sé gult á haus og fótum og
telja, að ])að sé afurðabetra en öðruvísi litt fé. Því
her ekki að neita, að hægt er að sameina gulan lit á
haus og fótum og mikla afurðahæfni í eina og sömu
kind, en allt eins er hægt að sameina afurðahæfni og
einhvern annan litarhátt, ef markvisst cr unnið að
því. Enn hefur ekki tekizt, svo að ég' viti, að sýna
fram á, svo öruggt sé, að ákveðið samhengi sé á milli
litarfars húfjárins og afurða þess. Eina dæmið, sem
ég hef heyrt ncfnt, er hænsnakyn eilt með ákveðnum
lit, þar sem talið er, að saman fari „rétt“ litarfar og
litlar afurðir, og er þó dregið nokkuð í efa af þeim,
sem erfðavísindi stunda, að þetta hafi við rök að
styðjast.
Mest er um merghár og rauðgul hár í sýnishornum
af lærinu. Auðvelt er að finna, livort mikið er af hár-
um þessum á kindinni, með því að atliuga ullina
niður við skinn á mölum og ofanverðum lærum. Hvítu
illhærurnar eru auðþekktar á því, að þær eru mun
grófari en önnur hár í reyfinu, kalkhvítar á lit, óreglu-
lega lagaðar og stökkar. Rauðgulu hárin eru auðfundin,
ef ullin er athuguð á hvítum grunni, t. d. pappírs-
blaði. Þau eru oft löng og gild og lílc hrosshári átaks.
(Sjá myndir).
Illhærurnar eru alltaf til haga, hvað sem unnið er
úr ullinni, og á þvi að vinna að því að útrýma þeim.
Til þess að menn geti betur áttað sig á tölunum
í töflunum, skulu nú teknar til athugunar tvær kind-