Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 380
498
BÚNAÐARRIT
ur, sem rannsakaðar hafa verið, og ullargæðum þeirra
lýst nokkru nánar. Fyrri kindin, sem við athugum,
er ær nr. 73 á Hesti, Hún er 70 kg að þyngd 5. maí
1953 og hefur 3.4 kg af óhreinni ull. Lagðlengdin er
5.5 cm fyrir þel og 21.3 cm fyrir togið að meðaltali.
Séu þessar tölur bornar saman við meðaltal fullorð-
inna áa, sést, að þelið er mjög nálægt meðallagi, en
togið ögn lengra. Á eftir lagðlengdinni kemur meðal-
þvermál ullarháranna í /x, og eru tölurnar fyrir nr. 73
þessar: bógur: 26.7 /<., siða: 24.6 /i, læri: 27.3 ^ og
meðalþvermál ullarinnar á kindinni alls er 26.2 /x.
Séu þessar tölur bornar saman við meðaltalið af full-
orðnum ám, sést, að ullin á bógnum er mjög nálægt
meðaltali, en hin sýnishornin eru mun fínni en meðal-
tal fullorðinna áa, og meðalþvermálið alls er mun finna
en meðaltal allra fullorðinna áa. Sé frávikið athugað,
sést, að frávik sýnishornanna á bógnum og síðunni
eru lægri en meðaltal fullorðinna áa, en frávikið á
lærinu jafnt þessu meðaltali. Frávik ullarinnar í
heild er lægra en meðaltal fullorðinna áa. Magn merg-
hára er lítið, aðeins 0.3%, þ. e. a. s. aðeins eitt hár af
öllum mældum hárum hefur verið mergjað. Þver-
mál þess hárs er 46.0 /t, og er þarna sennilega um
fremur gróft toghár að ræða. Magn rauðgulra hára er
öllu meira eða 1.7%, og meðalþvermál hára þessara
er 53.6 /*. Þetta sýnir, að meira ber á rauðgulum ill-
hærum í ullinni en æskilegt er.
Af töflunni má því draga eftirfarandi ályktanir um
gæði ullarinnar á nr. 73 á Hesti: Hún hefur milda ull,
en jafnframt vel í meðallagi fína. Er ær þessi því
undantekning frá reglunni um, að saman fari þung
reyfi og gróf ull, en eins og fyrr er getið, ber að keppa
að þvi að ullin sé bæði mikil og fín. Frávikið sýnir,
að ullarliárin eru fremur jöfn að gildleika, þ. e. a. s.
betri en meðallag. Mjög lílið ber á merghárum, og er
ullin að því leyti ákjósanleg, en of mikið er af rauð-