Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 409
BÚNAÐARRIT
527
er frá 100—314 ms, og mesta þvermál er 5 m og
mesta hæð 16 m.
Fullkomið frárennsli þarf að vera frá turnunum,
og einnig er mikils um vert að hafa eins konar vatns-
rennur innan á veggjum þeirra til þess að heyvökv-
inn setjist ekki fyrir í heyinu. Hið sama gildir um
minni vothcyshlöður, jafnvel þó að hæð þeirra sé
ekki mikil.
Reynslan sýnir, að grasið verlcast mjög vel í turn-
um, ef það er hirt á réttum tíma og verkið fram-
kvæmt af þekkingu og vandvirlcni. Atvinnudeild Há-
skólans hefur t. d. fylgzt vel með votheysverkuninni
i turnunum á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, og
rannsakað gæði votheysins vetur eftir vetur.
Suinarið 1953 var verkuð í turnunum fyrri sláttar
taða, frekar snemmsprottin, forþurrkuð, svo að þurr-
efnismagnið var 30—35%. Hitinn, sem myndaðist í
heyinu, var um og innan við 30° C, neina efst, þar
var hann meiri. pH hefur mælzt, vetur eftir vetur,
á milli 3.7 og 4.3, og hafa margar mælingar verið
gerðar, bæði úti við veggi og í miðju. Engar rekjur
hafa verið við veggi. Ef ekkert farg er notað á efsta
lagið í turninum, þá verkast það verr og skemmist,
enda var pH um 4.5 þar. Vegna hæðarinnar er mikil
sjálfferging í turnum, en því er hvergi haldið fram
nema hér á Iandi, að það þurfi ekki að fergja efsta
lagið í þeim, ef það á ekki að verkast verr. Það er
nokkur fyrirhöfn við að koma grasinu upp í háa
turna, og það er ekki gert nema með vélum, en
það stuðlar tvímælalaust að betri verkun, þegar því
er blásið eða lyft upp í háa turna og fellur og þjapp-
ast strax betur saman og verður þar af leiðandi loft-
minna en ella.
Mikið atriði er að hirða í turnana og allar votheys-
hlöður á sem stytztum tíma. Á Korpúlfsstöðum hefur
ráðsmaðurinn, Stefán Pálmason, einmitt lagt mikla