Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 410
528
BÚNAÐARRIT
áherzlu á þetta alriði, og víst er, að það á sinn þátt
i því, hve votheyið þar verkast vel.
Byggingarkostnaður steinsteyptra turna er mikill,
enda eru þctta miklar og varanlegar byggingar. Nú
er farið að byggja vothcysturna á ódýrari hátt lir
aluminium, plastik, masonit og fleiri efnum. Svíar
telja, að stofnkostnaður aluminiumturna sé helmingi
minni en steinsteyptra turna. Sex ára reynsla cr
fcngin á aluminiumturnum i Svíþjóð, og hefur ekki
borið á því, að þeir tærist af lífrænum sýrum. Plastik-
turna er nú verið að reyna meðal annars í Noregi,
og lofa þeir góðu.
Nokkuð hefur verið um það rætt, hvort bændur
eigi að byggja turna eða minni votheyshlöður. Fer
þetta eflir gripafjölda, hve mikill hluti af heygjöf-
inni á að vera vothey og livort fyrir hendi eru efni
og ástæður til að viðhafa þá véltækni, sem þarf til
að koma grasinu upp í háa turna. Ef byggðar eru
tvær lágar votheyshlöður, má nota aðra undir fyrri
sláttar töðu og ganga alveg frá henni að fyrri slætti
loknum. Hina má nota fyrir hána, og með þessu móti
er hægt að tryggja að nokkru verkun á henni. Þess
má geta, að í turni, sem hefur sama rými og tvær
slíkar gryfjur, nýtist rýmið betur vegna sjálfferging-
arinnar i turninum, og einnig verða minni rekjur í
turninum. Hægt mun vera að fylla turninn að hálfu
í fyrri slætti og láta há í efri hluta hans, en til þess
að þetta takist vel, verður að þekja og fergja fyrri
innlátinguna, þar lil látið er í turninn á ný. Einnig
verður að sjá um, að safinn úr hánni renni niður
með veggjum, en ekki í gegnurn heyið.
Bezt er að hafa minni og stærri votheyshlöður
hringmyndaðar. Séu þær steyptar ferkantaðar, þá
þarf að steypa upp í hornin.
Öruggt niðurfall þarf að vera á öllum votheyshlöð-
um. Því að þótt hér að framan sé sýnt fram á, að