Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 426
544
BÚNAÐARRIT
nema nokkrum hluta þeirra að hagrænu gagni, því
sumir þeirra hafa svo lílið heymagn, og aðrir svo litla
fjárhagsgetu, að nokkur ár munu líða, þar til þeir geta
komið sér fyrir með að gera vothey með þeim tækjum
og við þær aðstæður, er Pétur lýsir í grein sinni.
Þegar nýræktin, frá sumrinu 1954, er lögð við tún-
stærðina, á 71 bóndi yfir 30 ha tún og telja heyskapinn
í þúsundum hesta. 219 bændur slá tún, sem eru á milli
20—30 ha að stærð og fá þcir 800 til 1700 hesta í allan
heyskap. 1515 bændur heyja á túnum, sem eru milli
10—20 ha að stærð og er heyskapur þeirra frá 400 til
1200 hestar alls.
Fleslir þessir bændur hafa möguleika til að notfæra
sér við votheysgerðina leiðbeiningar Péturs, sérstak-
lega ef þeir bera gicfu til að geta haft félagsskap um
kaup áhalda, stórvirkar sláttuvélar- sax- eða knosblás-
ara, vagna o. s. frv., sem ftgtja má milli bæja og nota
af mörgum sama sumarið.
En þeir bændur, sem ekki heyja nema um 100 hesta
og hafa búskap eftir því, geta ekki haft hennar bein
hagræn not, en þeir eru á sjöunda hundrað í landinu.
Sama gildir um mikinn hluta af þeim ca. fjögur þús-
und bændum, sem nytja minni tún en 10 ha, og heyja
frá því nokkuð á annað hundrað hesta og upp í lið-
lega þúsund hesta á ári.
Ég bað því Stefán Aðalsteinsson búfræðikandidat að
skrifa um „Vothegsgerð án vélakosts“, sem nokkurs
konar viðbót við grein Péturs, því oft verða menn að
sætta sig við annað en það sem er allra bezt. Þetta
hefur hann gert og birtist sú grein hans liér á eftir.
Rétt er að taka fram, að ávalt ber að keppa að þvi
bezta, og gildir þetta við votheysgerð sem annað. En
geti maður ekki náð því vegna aðstæðna, þá er að taka
það, sem bezt verður fengið eftir því sem hægt er
hverju sinni. Með tilliti til þessa, er grein Stefáns skrif-
uð, því vitanlega á fjöldinn af þeim fullum 4000 bænd-