Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 1
FI ÆTTABR um heilbrigðismál ;ef
Nr. 2 Janúar 1950
Frjósemi karlmcmna
Algengt má það heita, að konur komi til iæknis til að kvarta und-
an því, að þær geti ekki átt barn. Eða, ef konan hefur átt eitt barn,
langar hana til að eiga fleiri, en tekst það ekki. Konan er skoðuð og
stundum finnst eitthvað, æxli eða annað, sem hindrar að hún geti
orðið barnshafandi, en oft finnst ekkert slíkt.
I seinni tíð eru menn farnir að gefa karlmönnunum meiri gaum
en áður í þessu tilliti. Það hefur sýnt sig, að ófrjósemi í hjónabandi
er miklu oftar karlmanninum að kenna, heldur en búizt hafði verið
við. Til þess að ganga úr skugga um frjósemi karlmannsins þarf að
rannsaka sæði hans með smásjá og stundum að taka smábita úr eist-
anu til rannsóknar. í vafatilfellum þarf að' prófa sæðið oftar en einu
sinni og er þá venjulega mögulegt að gera sér ákveðna hugmynd um
frjósemismöguleika mannsins.
Enskur læknir, Davidson að nafni, birti nýlega skýrslu um rann-
sókn á 3182 mönnum, sem voru eiginmenn kvenna, sem ekki höfðu
átt börn í tvö ár eða lengur. Við rannsóknirnar kom í Ijós, að aðeins
fjórði hluti þeirra hafði eðlilega frjósemismöguleika, 13% voru á
takmörkunum að geta eignast afkvæmi, 54% voru greinilega fyrir
neðan frjósemismörkin og hjá 8% fundust alls engar frjófrumur.
Fullhraustur maður lætur frá sér um eð'a yfir 100 miljón frjófrum-
ur í einu og um eða yfir helmingur þeirra eru líflega hreyfanlegar,
synda eins og lax á móti straumi í hröðu kappsundi í leit að eggi
konunnar. Aðeins einn, sá sprettharðasti, sem fyrstur er að stinga sér
á hausinn inn í eggið, gengur með sigur af hólmi, en allir hinir sprikla
tilgangslaust unz þeir þreytast og deyja. Þeir menn, sem láta frá sér
minna en 1 miljón frjófruina í einu, eru yfirleitt ekki frjóvgunarfærir,
en frjóvgunarmöguleikarnir vaxa því meir sem fjöldinn eykst. Ekki
dugar samt fjöldinn einn ef frumurnar eru óhreyfanlegar og stundum
eru þær það allar.
Hér á landi er algengt að rekast á ófrjóa karlmenn, og það jafn-
vel á ungum aldri, um og innan við þrítugt. Eg hélt að þetta væri
eitthvað sérstakt fyrir íslendinga, ef til vill vegna ófullkominnar nær-
mgar og óhóflegrar áfengisnautnar, en svo virðist sem ástandið sé
svipað í Englandi.