Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
hæfilegt til þess að viss hluti af rauðu blóðkornunum eyðileggist jafn-
skjótt og þau myndast og verði því ekki of mikið af þeim í blóðinu.
Oft dugir ein dæling af lyfinu við þessum sjúkdómi og svo virðist
hafa verið í þessu tilfelli. Blóðkornum sjúklingsins fækkaði og líðan
og útlit batnaði til stórra muna, svo að hann var vel ánægður með
árangurinn.
Matvælaframleiðsla og kynbætur
A 112. ársfundi brezka vísindafélagsins, British Association for
the Advancement of Science, sem haldinn var í öndverðum septem-
ber s.l., skýrði forsetinn, Sir John Russell, frá því, að eitt mesta vanda-
mál nútímans væri að fæða hinn vaxandi mannfjölda í heiminum, en
hann vex um 20 milj. á ári, sem samsvarar því að tvö börn bætist
við á hverjum 3 sekúndum, og viðbúið að áður en langt líður fjölgi
um einn á hverri sekúndu ár út og ár inn.
Hann sagði að 11 þús. miljón ekrur af landi jarðar mætti lofts-
lagsins vegna nota til ræktunar, en af þessu landi væri nú aðeins 3—4
þús. milj notað, eða 7—10% af yfirborði jarðar.
Vísindin hafa aukið möguleikana til aukinnar matvælaframleiðslu.
Með því að gefa kúm thyroxin (skjaldkirtilsefni) má auka fitumagn
mjólkurinnar um 20%. Annað, sem ekki er minna um vert, er að gefa
kvígum og geldum kúm kynvaka (oestrogen) undir húðina og gera
þær þannig að mjólkurkúm, þótt þær hafi aldrei borið.
Tilraunir á kanínum benda eindregið til þess, að í íiáinni framtíð
geti ræktaðar afburðakýr átt allt að 75000 kálfa. Eggin verða þá tekin
úr kúnni og þeim plantað í lélegri kýr og síðan frjóvguð með tækni-
frjóvgun. Þannig verður hægt að fá nautgripi þar sem báðir foreldr-
arnir eru úrvalsgripir, þótt kýrin, sem kálfinn ber, geti ekki sagt að
hann sé „hold af sínu holdi“.
Skyldi ekki reka að því, að sumar konur vilji fá aðrar konur til að
ganga með börnin fyrir sig?
Skrifstofa Krabbameinsfélags Reykjavíkur er á Laugavegi 26, Reykja-
vík, sími 7393. Ef þér gerið erfðaskrá, þá minnist Krabbameinsfélags-
ins. Notið minningarspjöld Krabbameinsfélagsins. Fást í skrifstofu
félagsins og verzl. Remedia, Austurstræti 6, Reykjavík.
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL er gefið út af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Níels Dungal, prófessor. Kemur út 10—12 sinnum á ári. Árs-
gjald kr. 25.00, sem greiðist fyrirfram. Meðlimir Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem greiða
30 kr. árlega eða meira fá Fréttabréfið ókeypis. Ævifélagar fá Frcttabréfið gegn 20 kr. árs-
gjaldi. I’antanir seudist til Krabbameinsfélags Reykjavíkur, pósthólf 472, lteykjavík, ásamt
ársgjaldinu. Gerizt meðlimir í Krabbameinsfélaginu og áskrifendur að Fréttabréfinu fyrir
kr. 30.00 á ári. — Prentað i Víkiugsprenti.