Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 6
6
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
ar eru til, eins og á Akureyri og í Reylcjavík, vœri hægðarleikur að
framkvæma slíkt. Enginn efi er á því, að heilsubót væri að því bæði
fyrir börn og fullorðna. Því ekki að hafa framtak til að gera það?
Eitranirnar í Hafnarfirði
I nóvembermánuði veiktust fjórir menn í Hafnarfirði og einn dó,
af eitrun, sem ekki er vitað að komið' hafi fyrir hér á landi áður. Eitr-
un þessi er á læknamáli kölluð botulismus og er að ýmsu leyti merki-
legt fyrirbrigði. Eitrið myndast af bakteríu, sem finnst víða í mold,
og er bakterían út af fyrir sig meinlaus, jafnvel þótt lnin komist ofan
í mann. En ef bakterían kemst í matvæli, þar sem hún hefur skilyrði
til að vaxa, eins og t. d. í niðursuðudós, með kjöti, baunum eða fiski,
myndar hún smám saman eitur, sem eykst unz það verð'ur geysisterkt.
Ef menn neyta slíks eiturs líður fyrst heill sólarhringur eða því sem
næst unz veikin gerir vart við sig. Menn fá mikinn þurrk í munn-
inn, þeim verður flökurt og sumir kasta upp, margir fá sjóntruflanir,
svo að þeir geta ekki lesið og loks koma kyngingartruflanir, svo að
þeii geta engu rennt niður og loks fer að bera meira á lömunum, unz
öndunarlömun dregur til dauða. Þannig voru einkennin hjá mannin-
um, sem dó í Hafnarfirði, en hinir fengu flökurleika, upjiköst og sjón-
truflanir og allir mjög mikinn þurrk í munninn. Mikið eitur fannst í
görnum mannsins sem dó og var það svo sterkt, að' 1 kubikcentimetri
af því nægði til að drepa 200 mýs.
011 bönd bárust að súrsuðu dilkakjöti, sem allir mennirnir höfðu
etið. Mjög mikið var af alls konar bakteríum í sýrunni, en hún reynd-
ist þó eldci eitruð fyrir dýr. I kjötinu voru einnig fleiri tegundir af
bakteríum og ein sem hafði öll einkenni botulismusbakteríunnar. Ekki
hefur samt enn tekizt að fá fram eiturverkun hjá þeirri bakteríu, en
það getur tekið töluverðan tíma, ef hún myndar eitrið' aðeins við
lágan hita.
Baktería þessi myndar spora og þolir því sérstaldega vel hita. Hún
getur leynzt í niðursuðudós og þarf ekkert að sjást á dósinni þó að
bakterían lifi þar og vaxi. Eitrið getur orð'ið svo sterkt, að ekki þurfi
nema sóralítið af því til að drepa mann, sem smakkar á innihaldinu.
Trygging gegn slíkri hættu er að liita dósina upp til suð'u áður en
innihaldsins er neytt, því að eitrið eyðileggst við 70 stiga liita.
Lærdómsríkt tilfelli kom fyrir í Frakklandi, sem sýnir óhrif þessa
eiturs. Húsmóðirin tók upp baunadós og smakkaði með teskeið á inni-
haldinu áður en hún hitaði baunirnar upp. Síðan borðaði öll fjölskyld-
an baunirnar með' matnum. Eftir sólarhring veiktist húsmóðirin aí
botulismus og dó, en enginn hinna veiktist.
Þetta eitur er svo sterkt, að jafnvel þeir sem þekkja það bezt hafa
ekki ávallt varað sig á því. Fyrir nokkrum árum kom það fyrir við