Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 2

Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 2
2 FRÉTTABRÉF UM IIEILBRIGÐISMÁL Er unnt að lœkna karlmenn af ófrjósemi? Venjulega ekki. Stundum getur sami maður verið lítt frjór eða jafnvel ófrjór á tímabili, en jafnað sig seinna. En ef frjófrumufjöldi mannsins er kominn niður úr 1 miljón eða niður í ekki neitt, nær hann venjulega ekki frjósemi sinni aftur. Hefur ófrjósemin noklcur skaðleg áhrif á karlmenn? Já, frjóseminni fylgir karlmannskraftur og starfsþrek, sem er karl- mönnum eiginlegt og eðlilegt. Þeir menn, sem halda frjósemi sinni lengi, eru að jafnaði öð'rum þrekmeiri, afkastameiri og unglegri. Frjó- semin fer yfirleitt. minnkandi með aldrinum, og er oft útdauð um fimmtugt eða á sextugsaldri, og hér á landi eru margir ófrjóir innan við fertugt, en hún getur hjá sumum mönnum haldizt mjög lengi, jafnvel langt fram á áttræðisaldur. Geta menn gert nolckuð til að vemda frjósemi sína? Já. Fyrst og fremst með því að neyta sem minnst af áfengi. Eg hef fundið rúmlega tvítuga unglinga ófrjóa, og hefur ofnautn áfengis verið aðalorsökin. Góð næring er annað höfuðskilyrði. Hver sem get- ur tekið lýsi daglega og borðað eitt egg og eitthvað af ávöxtum er öðrum betur settur til að halda hreysti sinni, einnig að þessu leyti. Kuldabólga er mörgum vel kunn hér á landi. Sumum er miklu hættara við henni en öðrum og lítur út fyrir að sú tilhneiging sé meðfædd. Kuldabólgu fá menn sérstaklega við snöggar hitabreytingar, venjulega af að koma úr köldu, röku lofti inn í hita. Við kuldann dragast æðarnar saman til að hindra kælingu blóðsins, en við hitann víkka þær út, og æðar sumra manna eru svo viðkvæmar, að veggir þeirra skemmast af sam- drættinum og blóðleysinu, sem því fylgir, og við liitann sem á eftir kemur lamast æðaveggirnir svo að hörundið roðnar óeðlilega. Eink- um eru unglingar frá 14—20 ára viðkvæmir fyrir kuldanum og hættir til að fá kuldabólgu og sama gildir um gamalt fólk og konur um tíða- hvörf. Hinsvegar hættir vanfærum konum miklu síður við kulda- bólgu en öðrum. Kuldabólgan getur verið mjög þrálát og staðið allan veturinn og fram á surnar. Einkum vill hún verða þrálát ef hún sezt að nöglum, því að þar hættir lienni við að særast svo að sýklar komast að henni og vill þá ganga seint að gróa. Til að vernda sig gegn kuldabólgu er hæfileg áreynsla mikils virði, til að örva blóðrásina. Skjólgóður klæðnaður er nauðsynlegur og þarf að vernda sérstaklega hendur með hlýjum vet'tlingum og fætur með ullarsokkum, helzt tvennum, og vel víðum skóm, því að skóþrengsli tefja blóðrásina og geta verið beinlínis hættuleg í kulda. Ekkert vernd-

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.