Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 3
fréttabréf um heilbrigðismál 8 aði fætur hermanna í síðustu styrjöld betur gegn kulda en tvennir ullarsokkar og víðir skór. Meðferð á kuldabólgu er fóigin í að nudda og hreyfa vel viðkom- andi útlim. Sagt er að ekkert lækni lculdabólgu eins fljótt og vel og útfjólublá ijós á allan líkamann, og þar sem slíkir lampar eru nú víða til ætti að vera hægt fyrir flesta að nota sér slíka geisla. Sumir segja að gott sé að taka inn kalk við kuldabólgu og er hættulaust að' reyna það. Stórir skammtar af D-fjörvi (calciferol) virðast hafa sömu áhrif og ljósið og er upplagt að nota það við þá, sem geta ekki náð til ljós- anna. Ekki er vert að taka það í stórum skömmtum nema stuttan tíma í senn. Sumum batnar fljótt af skjaldkirtilsextrakti í smáum skömmtum (15—30 mg.), einkum horuðu fólki. Þegar menn hafa fengið kuldapolla, sem ekki vilja gróa fljótlega, ættu menn ávallt að leita læknis. Smithætta frá dýrum Árið 1938 leiddi norslcur læknir, Casperson að nafni, líkur að því, að 6 manns, sem sýktust af paratyfus B (taugaveikisbróðir), hefði smitazt af hundi, sem hafði haft niðurgang í hálfan mánuð. Árið eftir sýndi Magnusson í Svíþjóð fram á, að paratyfusfaraldur í sænsku þorpi átti rót sína að rekja til flækingshunds, sem hafði misst fóstur og haft niðurgang viku áður. Síðan hafa menn sannfærzt um að hundar geta gengið með ýmsar sýklategundir af þessum floklci (salmonella) og að faraldrar í mönn- um geta átt rót sína að rekja til þeirra. I Englandi voru nýlega gerð- ar 500 saurrannsóknir frá hundum og fundust hættulegir sýklar (sal- monella) í 5 þeirra, eða 1%. Paratyfus hefur að heita má ekki sézt í Reykjavík síðasta aldar- fjórðunginn og er sennilegt að það sé m. a. hundafæðinni að þakka. Nýlega hefur sannazt, að kettir geta einnig sýkt menn af para- tyfus. Cruickshank og Smith, sömu mennirnir, sem rannsökuðu hund- ana í Englandi, athuguðu einnig 500 ketti og fundu sahnonella-sýkla í 7 þeirra, eða heldur fleiri en hjá hundunum (1,4%). Sýnt er því að kettir geta einnig verið hættulegir að þessu leyti. Sýklarnir, sem í þeim fundust, voru oftast salmonella typhi murium, sem er rnúsa- bani eins og kötturinn, og hafa kettirnir sennilega sýkzt í viðureign- inrn við rottur og mýs. Þá hefur einnig sannazt, að dúfur geta verið smitberar og hafa samskonar sýldar fundizt í þeim. T Hollandi sýktust 20 manns af að eta búðing, sem í voru dúfnaegg, og fundust sýklarnir ekki aðeins í búðingsleifunum, lieldur einnig í dúfnaeggjunum og dúfunum sjálfum.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.