Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 3
FRÉTTABRÉF UM IIEILBRIGÐISMÁL 3 leitun á því barnnboð'i, sem haldið hefur verið hér í Reykjavík und- anfarna mánuði, þar sem einn eða fleiri af þessum sjúkdómum hefur ekki verið boðinn með og smitað fleiri eða færri af börnunum. Mörg börn, sem hafa fengið kíghóstann og mislingana saman, hafa orðið mjög mikið og sum hættulega veik, og verst hafa þau farið út úr því, sem samtímis hafa fengið hlaupabóluna. FjTÍr bömin er bezt að1 taka út einn sjúkdóm í einu, en leiðin til þess er ekki að bjóða tuttugu börnum heim, né að láta bömin fara í hvert barnaboðið af öðru. Heldur ekki að fara með börnin í hús þar sem önnur börn eru eða safna mörgum börnum heim til sín. Mislingar, kíghósti og hlaupa- bóla smita með öndun, og sú smitun fer langhelzt fram innanhúss. I’ótt börnin leiki sér úti við önnur börn, verður smithættan miklu minni þar, þótt hún sé einnig til staðar. Mikilsvert er að geta varið ungbörn fyrir þessum farsóttum. Kíg- hóstinn getur farið illa með heilsu ungra barna, einkum ef þau em með beinkröm, og er mikils um vert að geta hlíft þeim við veikinni, ef þess er lcostur. Þar sem fleiri börn em á heimili og hvert sýkist af öðru, verða allar varnir erfiðar, en þar sem barnið er eitt á að vera hægðarleikur að verja það. Þá þarf ekki aðeins að halda því frá öðr- um börnum, heldur þarf líka að varast fullorðið fólk, því að komið getur fyrir að þeir sem eldri eru fái kíghósta, oft án þess að vita af því. Konurnar hafa gaman af að skoða börn hver hjá annarri, en á farsótta- tímum þarf hver móðir að vernda bam sitt fyrir þeim bakteríuhern- aði, sem vinkonurnar heyja óafvitandi með áþreifandi aðdáun og kjassi. Þá eru skírnarveizlurnar oft vafasöm fyrirtæki frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Þegar húsið er fyllt af fólki utan um lítið barn, er því Htt skeytt hvort menn koma kvefaðir, með bronchitis eða hálsbólgu eða annað þaðan af verra, sem getur sýkt bamið. Ef einn berkla- smitberi slæðist með í slíkt samkvæmi — en það er ekki á nokkurs manns færi að þekkja hann úr — vofir banvæn heilabólga yfir barn- inu. Gyðingar umskera enn í dag börn sín, og hefur það verið til siðs hjá prestum þeirra að þerra blóðið úr sári bamsins með vörum sínum. Komið hefur fyrir að börnin hafa fengið berkla í sárið vegna þess að presturinn hefur verið með berklasýkla í munninum. Þótt börnin geti hér meðtekið heilagan anda blóðlaust, þá geta prestarnir verið berkla- veikir eins og aðrir menn og ættu að láta athuga sig með það fyrir augum einu sinni á ári, eins og kennarar. Ég hef orðið nokkuð langorður um börnin, en það er ekki að astæðulausu, því að þau eru viðkvæmust fyrir ýmsum sóttum, og kvef, sem er meinlítið fyrir fullorðinn mann, getur orðið hættulegt fyrir börn. Á seinni árum hafa menn þráfaldlega séð, að stafylokokka-

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.