Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 1

Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 1
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Nr. 3 Marz 1951 Sóttir og siðir Siðir og venjur, sem skapazt hafa og mótazt í gegn um aldir, geta ekki breytzt á skömmum tíma, því að erfiðlega gengur að breyta fastri venju, jafnvel þótt nauðsyn krefji. Margir menn kjósa heldur að lifa nokkurum árum skemur og við lélegri heilsu en þeir gætu haft, heldur en að hætta að reykja, þótt þeir viti og finni að þeim verður illt af því. Siðir og umgengnisvenjur manna hafa mótazt og fengið' fast form löngu áður en menn vissu að sýklar og sóttkveikjur voru til. A ýms- an hátt hafa venjur manna mótazt af þeirri þekkingu, sem fengizt hefur á útbreiðslu næmra sjúkdóma, og hjálpað til að hefta útbreiðslu sóttkveikjanna. Þegar það komst inn í vitund almennings, að egg sullabandormsins komast aðeins í menn frá hundum, skildist þehn, sem það vissu, að það var heppilegra að hreinsa askana með’ öðru móti en því, að láta hundana sleikja þá. Þegar menn vissu, að hráki tæringarsjúklinga er fullur af sóttkveikjum, sem geta sýkt menn af berklaveiki, var auðséð að ekki var gott að slíkir sjúklingar dreifðu uppgangi sínum út um allt. Það var ekki lengur forsvaranlegt að spýta á gólfið. Þegar það uppgötvaðist, að berklaveiki og taugaveiki geta borizt með mjólk voru sérstakar ráðstafanir gerðar til þess að koma í veg fyrir að slíkar sóttkveikjur gætu komizt í liana og mjólkin hituð til þess að drepa hættulegar sóttkveikjur í henni. En þótt sóttir geti borizt með mjólk og matvælum, þá er upp- sprettan alltaf einhver maður, sem hefur óhreinkað mjólkina eða matvælin, ýmist með því að hósta, hnerra eð'a. snerta með höndunum matvælin, svo að sóttkveikjur komast í þau. Það eru mennirnir, sem eru hver öðrum hættulegastir að þessu leyti. I þeim og á þeim lifa sýklarnir, sem hættulegir eru og frá þeim berast þeir til annarra, þar sem hvert nýtt landnám þýðir nýtt sjúkdómstilfelli. Algengustu kveðjur, hér og víða annars staðar, eru með kossum og handabandi. Með hverjum kossi flytjast þúsundir baktería búferl- um og með liverju handartaki skiptir fjöldi baktería um verustað, mikill eð'a mjög mikill ef hendurnar eru óhreinar eða sveittar, en minni með hreinum höndum. Sumir þjóðflokkar heilsast með því að núa nefjum saman, aðrir með því að láta ennin snertast og eru slíkar kveðjur t.iltölulega meinlausar, því að lítið er um bakteríur að öllum

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.