Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 5
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 5 vita livenær hann er smitandi af algengustu kvillum og forðast þá að fara á mannamót, ekki sjálfs sín, heldur annarra vegna. Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir sótthræðslu. Engir eru minna sóttln-æddir en þeir sem vinna við að rækta bakteríur og hafa daglega miljónir þeirra handa á milli. En þeir kunna að halda sýklunum frá sér og leika sér ekki að því að sýkja sjálfa sig né aðra. Það útheimtir ekki annað' en ofurlitla umliugsun og varúð, sem allir geta lært. Er unnt að koma í veg fyrir vanskapnað? Gyðingarnir trúðu því, að börn fæddust vansköpuð vegna sjmda foreldranna, sem yrðu með þessu móti fyrir guðdómlegri refsingu. Þannig kom hið guðdómlega réttlæti niður á börnunum, að þau urðu vanskapaðir aumingjar, án þess að' hafa nokkuð sjálf til þess unnið. Lengi vel hafa menn lítið sem ekkert botnað í orsökunum til þess að börn fæðast vansköpuð. En í seinni tíð hefur dálítil glæta af birtu borizt inn í þennan dimma kapítula. Fyrir nokkurum árum síðan tóku menn eftir því er rauðir hundar gengu í Ástralíu, að böra mæðra sem tekið höfðu veikina á'með'göngutímanum, fæddust blind vegna þess að þau höfðu ský á auganu. Þegar farið var að fylgja þessu eftir kom í Ijós, að fóstrið getur sýkzt af sóttkveikjunni (virus), sem veldur rauðum hundum. Augað myndast upprunalega úr húðinni, og ef útbrot eru í henni á því stigi sem augað myndast, getur barnið orð- ið blint. Það er görnul hjátrú, að ef þunguð kona verður skvndilega hrædd geti barnið orðið vanskapað af því, fengið selshreifa í stað handa, ef konan sér sel, eða loðinn fæðingarblett, ef hún sér mús eða rottu. Allt slíkt er helber hjátrú, sem ekki á sér neina stoð i neinni reynslu. I gamla daga gátu menn trúað því að konur fæddu kanínur og kett- linga af því að þær liefðu á meðgöngutímanum orðið skyndilega liræddar við slík dýr. Á síðustu ánim hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til þess að upp- lýsa orsakimar til þess að vanskapanir verða til. Með tilraunum hefur tekizt að gera dýr holgóma, blind, láta tær vaxa saman í fóstur- lífi og framkalla ýmsar skekkjur á beinagrindinni. Þetta hefur tekizt með því að svipta dýrin A-vítamíni, riboflavíni (B2-vítamín), láta það vanta kopar eða járn, eða láta það verða fyrir skaðlegum áhrif- um af eitri, svo sem selenium eða lithium eða jafnvel röntgengeislum. f ritgerð, sem birtist á s.l. ári í tímariti um barnasjúkdóma (Pedia- trics 1950, 5, bls. 708), sýna Warkany og Wilson fram á hvernig uúkill A-vítamínskortur geti framkallað vanskapanir á hjarta, sem

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.