Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 6
6
FKÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐJSMÁL
eru tiltölulega algengar og jafnan mjög alvarlegs eð'Iis. Hins vegar
má heldur eklci gefa allt of mikið A-vítamín, því að þá geta komið
fram vanskapanir á beinum, en naumast er hætt við að menn fái
svo mikið í venjulegu fæði.
Líkindin til að foreldrar eignist vanskapað barn eru talin 1 á
móti 200. Ef hjón hafa áður eignazt vanskapað barn aukast líkindin
fyrir því að þau eignist annað bam vanskapað' 20—25 sinnum. Því
eldri sem móðirin er, því meir aukast líkurnar fyrir því að hún eignist
vanskapað barn og má segja að þær aukist ár frá ári eftir að konan
er komin yfir þrítugt. Talið er að þetta standi í sambandi við æðarnar
í legslímhúðinni, sem eru mjúkar og víðar í ungum konum, en harð'na
með aldrinum, svo að næring fóstursins verður ekki eins fullkomin.
Nýlega hafa tveir brezkir læknar lokið við að gera umfangsmiklar
rannsóknir á vansköpunum á taugakerfi. Þeir reyndu að grafast eftir
orsökunum til slíkra vanskapana í 939 börnum, sem annað hvort fædd-
ust andvana af þessum sökum, eða dóu á fyrsta ári, og voru þetta öll
börn sem fæddust með slíkar vanskapanir í Birmingham á ámnum
1940—1947. Það svaraði til 0.59% af öllum fæðingum í borginni á
þessu tímabili. Vatnsheili fannst í 15 börnum, mænugátt (spina bifida)
í 389, heilaleysi í 366 og aðrar vanskapanir hjá 25. Hjá 8.3% af börn-
unum fundust einnig vanskapanir í öðrum líffærum. Heimili allra
þessara barna voru skoðuð og fólkið spurt út úr. Það kom í Ijós, að
hættan ú meðfæddri vansköpun var mun meiri í fyrstu barneign og
eftir þá sjöttu. Ekki fannst neitt samband milli vanskapana og efna-
hags, ekki heldur eftir því hvort bam fæddist í eða utan hjónabands
né hvort lengra eða skemmra var á milli fæðinga eða eftir því hve
mikil frjósemin var. Tíðatruflanir virtust heldur engin áhrif hafa.
Hjá systkinum þeirra sem fæddust með vanskapað taugakerfi var
1.89% einnig með vanskapanir í taugakerfi og ef aðeins voru talin
systkini, sem fæddust eftir að eitt barn hafði fæðst þannig vanskap-
að, voru 2.77% með vanskapað taugakerfi (í stað 0.45%, sem búast
hefði mátt við, ef skyldleikaáhrifa hefði ekki gætt). Ef barn fæddist
með mænugátt virtust meiri líkindi til að vanslcöpun gerði vart við
sig á seinni bömum heldur en eftir aðrar vanskapanir.
Það er löngu vitað, að konum, sem komnar eru vfir fertugt hættir
miklu frekar en öðrum til að eignast fávita (mongoloid fábjána) og
stafar það sennilega af því að legæðarnar eru faraar að stirðna í þeim,
svo að hætt er við að fóstrið nærist ekki eins vel og skyldi.
Fátt er það sem þunguð kona óttast meira en að eiga vanskapað
bam, og það er að vonum. Vafalaust eiga menn eftir að læra margt
í náinni framtíð um hvernig afstýra megi slíkri ógæfu.
Eftir þeini þekkingu, sem nú er til um þessa hluti, er ástæða til
að brýna fyrir vanfærum konum eftirfarandi atriði: