Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 7
PRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
7
1. Varist að fá rauða hunda. Varist einnig aðrar sóttir eftir megni.
Ekki er sérstaklega kunnugt að mislingar valdi vansköpunum, en rétt
er að vernda þungaðar konur fyrir þeim, cf því verður við komið.
2. Takið eina bamaskeið' af ufsalýsi eða matskeið af þorskalýsi
á dag, lielzt allan meðgöngutímann, en a. m. .k. síðustu 4 mánuðina.
3. Hafið gott fæði og er mikilsvert að geta neytt eins eggs á dag
og ávaxta og káhnetis þegar til næst. Lifur, nýru og lijörtu eru sér-
staklega mikilsverð næringarefni, sem gott er að geta veitt sér einu
sinni á viku og mjólk ætti konan að fá daglega.
4. Forðist tóbak og áfengi, sem hvort tveggja er skaðlegt, eink-
um þó miklar sígarettureykingar.
5. Hafið næga hvíld, ofþreytist ekki og sjáið um að hafa reglu-
legan og nægan svefn.
6. Forðist geðæsingar, hvers kyns sem eru, eftir megni.
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins
Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn í Háskól-
anum þ. 8. marz s.l. Formaður gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu
ári og gat þess, að verið væri að semja um kaup á röntgenlækninga-
tæki, sem afhent verður Landsspítalanum. Verðhr þetta tæki af full-
komnustu gerð, sem kostur er á og ná geislarnir til dýpri meinsemda
en hingað til liefur náðst til. Þá skýrði hann einnig frá því, að póst-
og símamálastjóri hefði sýnt starfsemi félagsins þá velvild, að lofa
að selja minningarspjöld fyrir samband krabbameinsfélaga landsins í
öllum póstafgreiðslum, þegar slíkt. samband félaganna hefur verið
stofnað, en það mun verða gert áð'ur en langt um líður. Væri æski-
legt að krabbameinsfélög yrðu stofnuð sem víðast um landið og verði
tilbúin að ganga í sambandið þegar það verður stofnað í vor eða
sumar.
Gjaldkeri skýrði frá fjárhagsástæðum félagsins, sem eru góðar
cftir ástæðum. Hafa ýmsir sýnt velvild sína til félagsins með rausnar-
legum gjöfum. Oddfellowstúkan Hallveig gaf 12.000 kr. á 30 ára af-
mæli sínu og Vinnuveitcndafélag Islands 5000 kr. í febrúar. Sömu
uppliæð gaf Þorbjörg Jónasdóttir einnig nýlega. Alls átti félagið í
sjóði \úð lok fjárhagsársins rúmlega 120 þúsund krónur.
Fundarstjóri var Jón Guð'laugsson. Stjórnin var öll endurkosin.
Smjörlitur
Rorgarlæknir hefur tjáð mér að hann hafi látið framkvæma at-
;, hugun á því hvort. hér sé notað nokkuð azobenzol til smjörlitunar, en
gj.sýnt hofur verið fram á að þetta efni getur framkallað krabbamein í
rJs