Heilbrigðismál - 01.01.1952, Síða 4

Heilbrigðismál - 01.01.1952, Síða 4
4 FRÉTTABRKF UM HEILBRIGÖISMÁL íorðast þessar og aðrar vanskapanir þar£ konan að fara gætilega með sig. Ekki aðeins síðustu mánuði meðgöngutímans, heldur fyrst og fremst á fyrstu vikum og mánuðum meðgöngutímans. Þá á hún að halda sig frá margmenni og eftir mætti frá öllum, sem geta smitað Iiana af umgangs- kvillum. Hún þarf að nærast vel og forðast tóbak og áfengi, einkum þó tóbak, sem gera verður ráð fyrir að liafi ill áhrif á fóstrið, eins og hvert það eitur sem veldur samdrætti í æðum og því hætt við að það geti haft slæm áhrif á næringu fóstursins. Það verður aldrei of rækilega brýnt fyrir konum, að ef þær vilja eiga hraust og efnileg börn þurfa þær að hyggja vel að sér á meðgöngutím- anum. Undir meðferð konunnar á sjálfri sér er það komið hvernig barnið hennar verður búið undir lífsbaráttuna og það er á liennar valdi að gera grundvöllinn traustan. Alþjóðasambandið gegn krabbameini Union Internationale contre le Cancer heitir félagsskapur sá, sem berst gegn krabbameini um allan heim. í honum eru krabbameinsfélög 40 ríkja. Sérstök rannsóknanefnd er starfandi innan þessa félagsskapar og er ráð íyrir gert að meðlimir hennar hittist annað hvert ár. Fulltrúi Islands hefir aðeins getað mætt á einum af þrem fundum sem til þessa hafa verið haldnir. Eins og kunnug er skortir aldrei fé þegar hernaður og mannvíg er annarsvegar, en hver eyrir sparaður í styrjöldinni gegn sjúkdómum. Hefðum við þó mátt eiga sérstöðu um slík mál, þjóð sem aldrei hefir lagt fram fé til mannvíga, með því að leggja nokkuð af mörkum til hernaðarins gegn krabbameini og sýna þannig hug okkar til þess að vernda mannslíf í stað þess að vinna að tortímingu þeirra. Við gátum engan fulltrúa sent til Lissabon á krabbameinsráðstefnuna, sem haldin var þar í desember, en tveim mánuðum seinna gátum við sent þrjá menn á hermálaráðstefnu þangað. Á þessum fundum gera meðlimirnir grein fyrir ]>ví sem markverðast er um krabbamein og verður hver að koma með skýrslu frá sínu landi, þar sem tekið er fram allt sem markverðast getur tali/.t um rannsóknir á krabbameini í hverju landi fyrir sig. Á fundinum í Lissabon var meðal annars gerð grein lýrir krabba- meini í lifur, sem reynist vera mjög algengt í Afríku og hafa Frakkar gert miklar rannsóknir á því í löndum sínum þar. Prófessor Haddow, sem er einn af kunnustu vísindamönnum Breta á sviði krabbameinsrannsókna og sá sem varð fyrstur til að hefja liormón-

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.