Heilbrigðismál - 01.01.1952, Page 6

Heilbrigðismál - 01.01.1952, Page 6
6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL ítrekaðir holskurðir gegn krabbameini O. H. Wangensteen er meðal allra fremstu skurðlækna í Bandaríkj- unum og hefir lagt sérstaka stund á að nema á brott sár og krabbamein í maga og görnum. Hann er prófessor í handlækningum við háskólann í Minneapolis og yfirlæknir við skurðlæknadeild stærsta sjúkrahússins þar. í tímaritinu Journal-Lancet, sem gefið er út í Minneapolis, gerði liann í ágúst síðastliðnum grein fyrir sextugri konu, sem liann hefir Iiaft undir hendi og er saga hennar að ýmsu leyti athyglisverð. Þegar konan var skorin upp fannst stórt krabbamein í ristli og hafði jDað borizt til margra eitla í umhverfinu. Allt var Jretta skorið í burtu. Næstu 27 mánuði var konan opnuð alls fimm sinnum og í öll skiptin nema síðast fannst að krabbameinið hafði tekið sig upp, sýnilega vegna þess að það var komið lengia en unnt var að sjá með berum augum, en ávallt voru allir eitlar teknir sem nokkur vöxtur sást í. Talið er h'klegt að þessi kona sé nú læknuð af sínu krabbameini. Wangensteen er farinn að Iiafa það fyrir reglu að opna krabbameins- sjúklinga sína aftur til eftirlits; einkum þá sem hafa meinsemdina í ristlinum. Af 17 sjúklingum með krabbamein í ristli sem allir höfðu fengið meinsemdina í eitlana, eru 11 nú lausir við krabbameinið. Wangensteen og aðstoðarlæknar hans eru nú farnir að gera mun meira að því en áður að taka allt útsæði sem Jieir sjá og tiltækilegt Jrykir að fjarlægja úr kviðarholinu, láta síðan líða nokkurar vikur eða mánuði og opna sjúklinginn aftur og tína Jrá aftur úr honum það sem síðan kann að hafa vaxið. Þetta hefir til skamms tíma Jjótt vonlaust verk, að ætla sér að uppræta krabbamein sem farið er að sá sér út, en hver veit nema þrautseigjan eigi efir að vinna marga sigra fyrir slíka sjúklinga? Þeir einir sigra sem reyna. Heiladinguls-græðing hefir verið reynd í Þýzkalandi gegn ólæknandi krabbameini. H. Gum- rich skýrir frá reynslu sinni af slíkum aðgerðum í ágústhefti tímaritsins Chirurg, sem gefið er út í Heidelberg. Síðastliðin tvö ár kveðst Jressi læknir hafa grætt heiladingtd úr kálfi í 118 sjúklinga, sem Jrjáðir voru af kvölum. F.kki má líða lengur en 30 mínútur frá Jiví að kálfinum er slátrað og þangað til heiladingullinn úr honum er græddur í magál

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.