Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 5
Varastjórn: Sigríður Bachmann skóla- stjóri, Rannveig Vilhjálmsdóttir frú, Ólafur Einai'sson héraðslæknir og Baldur Johnsen læknir. Endurskoðendur: Björn E. Árnason og Ari Thorlacíus. Nokkur atriði úr lögum K.F.Í. Úr 1 . grein: „Virkir félagar eru starfandi krabbameinsfélög hér á landi, er skipuð séu eigi fæiri en 20 meðlimum, starfi í sam- ræmi við lög K.F.Í. og hafi hlotið staðfest- ingu stjórnar þess. Stofnanir, félög og ein- staklingar geta orðið styrktarfélagar þess“. Úr 3. grein: „Tilgangur félagsins er að styðja í hvívetna baráttu gegn krabbameini. Þessum tilgangi hyggst félagið fyrst og fremst ná með því: 1. Að fræða almenning í ræðu riti og með kvikmyndum um helztu byrjunareinkenni krabbameins, eftir því sem henta þykir. 2. Að stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð krabbameins. 3. Að stuðla að útvegun eða kaupum á fullkomnustu lækningatækjum á hverjum tíma og nægu sjúkrarúmi fyrir krabbameinssjúklinga. 4. Að hjálpa krabba- meinssjúklingum til þess að fá fullkomn- ustu sjúkrameðferð, sem völ er á innan lands eða utan. 5. Að stuðla að krabbameins rannsóknum hér á landi. 6. Að stuðla að stofnun krabbameinsfélaga í bæjum og hér- uðum landsins og hafa nána samvinnu við þau. Nokkrir þættir úr sögu K.F.Í. Starfsdrið 1951-1952 Krabbameinsfélag íslands, K.F.Í., stofnað 27. júní. Geislalækningatæki keypt og afhent rönt- gendeild Landspítalans. Tækin kostuðu alls um 250 þúsund krón- ur. Ki'abbameinsfélag Reykjavíkur lagði mest til tækjanna, en félögin í Vestmananeyjum og í Hafnarfirði studdu kaupin verulega. K.F.Í. tók við útgáfu „Fréttabréfs um heilbrigðismál“. Ritstjórn annaðist Niels Dungal prófessor fá upphafi, og náði blaðið miklurn vinsældum undir stjórn hans. Ráðgerð var leit að krabbameini í „heil- brigðu fólki“. Undii'búin útgáfa minningarspjalda. , 1952-1953 K.F.Í. gekk í alþjóðasamtök krabbameins- félaga. Hófst krabbameinsleit í meltingarvegum á „heilbrigðu fólki“, með blóðrannsóknum í saur. Alls komu til skoðunar 927 manns, yfir 40 ára. 65 manns voru valdir úr til sér- fræðilegra rannsókna, að undangengnu já- kvæðu prófi; enginn þeirra reyndist hafa kiabbamein, en ýmsir aðrir sjúkdómar komu í ljós. Var þessum rannsóknum síðan hætt. (N.B. Ástæða væri nú til að rannsaka afdrif þessa fólks, sérstaklega hinna 65 já- kvæðu). Hófst útgáfa minningarspjalda. Hófst merkjasala á „krabbameinsvamar- daginn“ 12. apríl. Krabbameinsfélag Akureyrar stofnað og gerist meðlimur K. F. í. Guðmundi Thoroddsen próf. falið að taka saman fræðslubækling fyrir almenn- ing um krabbamein. Hófst skrásetning krabbameinssjúklinga. Hvatt til stækkunar á Landspítalanum, til þess meðal annars, að hægt væri að hýsa 10—20 krabbameinssjúklinga, sem væru í geislalækningum. 1953-1954. Stofnað Krabbameinsfélag Keflavíkur, og gerðist félagið meðlimur K.F.Í. Gerð var víðtæk krabbameinsskráning 3344 tilfella, eftir öllum tiltækum dánar- vottoi'ðum. Einnig voru færð á tvöfalda fréttabréf um hfilbrigðismál 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.