Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 2

Heilbrigðismál - 01.05.1961, Blaðsíða 2
AljreB Gíslason lœknir og alþingismaöur formaöur Krabbameins- félags Reykjavikur um 10 ára skeið „Undirritaðir læknar, sem kosnir voru af Læknafélagi Reykjavíkur til að undirbúa stofnun félagsskapar til baráttu gegn krabbameini, leyfa sér hér með/ að bjóða yður á fund í I. kennslust. Háskólans þriðjudaginn 1. febrúar og ráðstafanir gerð- ar til að stofna félagið, sem ætlazt er til að nái yfir allt landið." Alfreð Gíslason, Gisli Fr. Petersen, Halldór Hansen, Niels Dungal, Ólafur Bjarnason Alfreð Gíslason læknir setti fundinn og bað Jón Sigurðsson skólastjóra að taka að sér fundarstjórn og Gísla Sigurbjörnsson starf fundarritara. Prófessor Niels Dungal tók þá til máls og flutti ítarlegt og fróðlegt erindi um krabba- mein. Benti hann með sterkum rökum á, að ástandið í sjúkrahúsmálum þjóðarinnar væri algjörlega óviðunandi og að hér þyrfti skjótra aðgerða við. Þá ræddi hann um það, sem gera þyrfti í baráttunni við krabba- meinið. Árlegar rannsóknir væru nauðsyn- legar, aðstoða þyrfti lækna til þess að læra nýjar aðferðir í meðferð á krabbameins- sjúklingum. Styrkja þyrfti sjúklinga til utan ferða og á margt annað minntist prófessor- inn. — Þá ræddi hann allítarlega um krabba- meinsrannsóknir, sérstaklega á krabbameini í lungum. Prófessor Dungal hvatti mjög til þess að stofnað yrði félag til baráttu við krabba- meinið og sagðist gera sér sérstaklega miklar vonir um þátttöku kvenna í slíkum samtök- um og benti á í því sambandi störf kvenna fyrir Landspítalann og Slysavamafélagið. Páll Sigurðsson læknir þakkaði forgöngu- mönnunum fyrir fundarboðið og próf. Dun- gal fyrir prýðilegt erindi. Skýrði læknirinn frá skýrslu um krabbamein, sem hér hefur verið gerð undanfarin 6—8 ár. Gísli Fr. Petersen dr. med. yfirlæknir taldi að félag til baráttu gegn krabbamein- inu gæti gert mikið gagn. — Eitt geislalækn- ingatæki aðeins væri til í landinu og væri brýn nauðsyn á að fá annað tæki, en til þess að hægt væri að notfæra sér það, verður að auka húsrými Röntgendeildarinnar, sem nú þégar er alltof lítil. — Þá þyrfti mjög nauð- synlega að fá nokkur sjúkrarúm til afnota fyrir krabbameinssjúklinga. Alfreð Gíslason læknir sagðist vona að baráttan við krabbameinið myndi eflast að miklum mun við félagsstofnun þá, sem hér væri fyrirhuguð, enda er á því mikil þörf. — Læknar þurfa að hafa samvinnu um þessi mál og fá aðstoð allra hugsandi manna í þessari baráttu við vonleysi, bölsýni og upp- gjöf. — Fræðsla um krabbamein er nauðsyn- leg og brýna verður fyrir læknum aukna ár- vekni í þessu efni. Allt þetta starf mun kosta mikið fé og mikla fyrirhöfn — en þetta verð- ur að gerast. Gísli Sigurbjömsson skýrði allítarlega frá starfsemi danska krabbameinsfélagsins og hvatti eindregið til félagsstofnunar á svip- uðum grundvelli. Þá mintist hann á Radi- umsjóð íslands og það brautryðjandastarf, sem forgöngumenn hans unnu í þessum málum, — og nefndi hann í því sambandi Jón heitinn Laxdal, sem var einn af aðal- hvatamönnum sjóðsstofnunarinnar. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAI. 2

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.