Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 3

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 3
Hjalti Þárarinsson yfirlœknir Um greíníngu og lækningu lungnakrabbameins Grein sú, sem hér birtist, er að stoftii til útvarpserindi, sem Hjalti Þórarinsson yfir- lœknir flntti i Rikisútvarpið hinrt 21. febr- úar s.l. Þetta skilmerkilega erindi flytur marg- vislegan fróðleik, sem nauðsynlegt er fyrir almenning að kunna sem bezt skil d, eink- um pegar pess er gœtt, að líklegt er að sjúk- dórnur sá, sem hér er rœtt um, eigi eftir að fœrast i aukana enn um sinn. Hjalti lceknir sýnir fram á, að pólt lungnakrabbamein megi teljast voðalegur sjúkdómur, pá sé engin ástœða fyrir sjúkl- inga til að örvœnta um hag sinn, jrvi lcekn- ing takist nú í œ fleiri tilfellurn, aðeins sé komið nógu snemma lil hccfs skurðlceknis. Hjalti talar enga tœpitungu; þegar hann hvetur starfandi lcekna og alrnenning til árvekni, og yfirvöld til að láta ekki sinn hlut eftir liggja p. e. a. s. um útvegun sjúkrarúma, til rannsókna og mtðferðar. Hjalti hefur góðfúslega leyft birtingu er- indisins hér i blaðinu. Ritstjórinn. Undanfarið hefur mikið verið ritað og rætt um skaðsemi reykinga fyrir líkamann og þá einkum í sambandi við krabbamein í lungum. Nú má telja sannað, aðvindlinga- reykingar valda vissum tegundum krabba- meins í lungum, og margt bendir til að reykingar séu einnig skaðlegar fyrir krans- æðar hjartans og útlimaæðar, og e. t. v. valda joær fleiri sjúkdómum. Hjalti Þórarins- son yjirlœknir. Vindla- og pípureykingar eru álitnar tals- vert hættuminni, en Jró leikur vafi á, að þær séu með öllu skaðlausar. Krabbamein í lungum var mjög sjaldgæf- ursjúkdómur um síðustu aldamót og hvergi algengara en 2—4% illkynjaðra æxla. A öðrum og Jrriðja tug aldarinnar eykst tíðni sjúkdómsins verulega í mörgum lönd- um og sama gildir um krabbamein í barka. Eitthvað af þessari aukningu stafaði af betri greiningu sjúkdómsins, en annað hlaut Jró að koma til. Nú er svo komið í sumum lönd- um, svo sem Bretlandi og Bandaríkjum N- Ameríku, að lungnakrabbi er orðin algeng- asta krabbameinið sem hrjáir mannkindina og er um 25—‘50 hundraðshlutar allra ill- kynjaðra æxla. Við íslendingar virðumst ekki ætla að verða eftirbátar í Jressu frernur en öðru, því að nú síðustu árin hefur Jressi sjúkdómur farið mjög í vöxt, enda Jrótt ekki sé ennþáum sömu tíðni að ræða og Jrar sem hann er algengastur erlendis. Þó eru líkur til, að með sömu aukningu og verið liefur undanfarin ár, verði fjöldi sjúklinga með fréttabréf um heilbrigcismál 3

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.