Heilbrigðismál - 01.01.1964, Síða 6

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Síða 6
Auk þessara æxla, sem eiga upptök sín í lungunum, er algengt að meinvörp komi í lungu frá illkynja æxlum annars staðar í líkamanum, og er það skiljanlegt, þegar haft er í huga, að allt bláæðal)lóðið, sem streymir til hjartans, fer í gegnum lungun til að taka í sig súrefni. Krabbamein í lungum vaxa frá þekju- frumum slímhúðarinnar í lungnapípunum. Við munum hvernig barkinn greinist í hægri og vinstri barkakvísl eða aðallungna- pípur, en þær greinast svo í smærri og smærri kvíslar eða berkjur, sem enda loks í lungnablöðrunum, þar sem loftskiptin fara fram; blóðið fær í sig súrefni, en skilar frá sér kolsýru og öðrum úrgangsefnum. Með vefjarannsókn er unnt að greina fjórar aðal- tegundir krabbameins í lungum el'tir frum- unum, sem mynda æxlin. Þau vaxa mjög mishratt, en eru öll illkynja. Tæpur helm- ingur þessara meinsemda vex í stærstu barkakvíslunum, en rúmlega helmingur í þeim smærri og sumar meinsemdirnar alveg út undir yfirborði lungans. Æxlin í stærstu barkakvíslunum valda einkennum yfirleitt seinna, vaxa hraðar og berast fyrr út um líkamann með blóði eða sogæðum. Þau eru því erfiðari viðureignar, af því þau finnast seinna. Krabbamein í lungum getur komið á hvaða aldri sem er, en er algengast á aldrin- um 45—55 ára. Síðustu árin hefur tíðnin þó aukizt verulega í hærri aldursflokkunum, enda fer gömlu fólki mjög fjölgandi í flest- um menningarlöndum. Sjúkdómurinn er um 6—8 sinnum al- gengari hjá karlmönnum en konum, en sí- fellt eykst þó tíðnin hjá kvenfólki. Skýring- in gæti verið sú, að karlmenn reykja meira og hófu fyrr reykingar að ráði en kvenfólk. Þá er og ryk og sót í andrúmslofti og verk- smiðjum, sem ýmsir telja að geti valdið krabbameini, og karlmönnum er hættara við því en kvenfólki. Rétt er þó að taka skýrt fram, að lungna- krabbi er alls ekki útilokaður meðal þeirra sem reykja lítið eða alls ekki, og verða þeir einnig að vera á verði gaganvart sjúkdómn- um. í lungum koma þó einnig fyrir góðkynja æxli, sem geta valdið sams konar einkenn- um og krabbamein, en brottnám þeirra er auðvelt og bati varanlegur. Séu þau ekki tekin, geta þau J)ó breytt um vaxtareðli og tekið til að haga sér eins og illkynja æxli. Af einkennum Jíessa sjúkdóms er hósti langalgengastur, og oftast hafa sjúklingar han, J^egar Joeir leita læknis. Hóstinn stafar sumpart af ertingu lrá æxlinu,en einnig af bólgum.sem eru komn- ar í ofan á lag. í byrjun er hóstinn oftast þurr og harður, en Jiegar frá líður fá sjúkl- ingarnir uppgang, fyrst slímkenndan, síðan meira eða minna graftarkenndan. Nri er Jxið svo, að Jíeir sem mikið reykja, og raun- ar ýmsir fleiri, J)jást oft af langvarandi lungnakvefi, og er hósti þeirra aðalein- kenni. Þó breytist hóstinn hjá þeim og upp- gangur eykst og verður graftarkenndur, ef um æxli er að ræða. Blóðhósti, eða blóðlitaður uppgangur, er sjaldgæfur sem fyrsta einkenni, eða aðeins hjá 5—6% og er Jjað miður, J)ví að sjúkling- ar leita venjulega læknis, undireins og J)eir verða varir við blóð í uppgangi, og myndi þetta einkenni Jdví geta flýtt fyrir sjúkdóms- greiningunni, ef Jrað væri oftar til staðar í byrjun. Síðar í sjúkdómnum verður blóð- hósti liins vegar algengur, ef æxlið fær að vaxa óáreitt. Það gildir sama með hósta eins og önnur einkenni þesa sjúkdóms, að Jiau koma mjög mismunandi snemma í sjúk- dómnum og ágerast mishratt. Lungnabólga er algeng, jalnvel sem fyrsta einkenni, eink- um ef æxlið vex í smærri berkju, og er þá komið á J)að stig, að það hefur að einhverju leyti eða alveg stíflað lungnapípuna. Mynd- ast J)á loftlaust svæði eða lungnahluti frá 6 l'RÉTTABRÉF UM HEII.HRIGKISMÁI.

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.