Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 10

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 10
sjúklingar leita læknis og einkenni koma fram og læknar láta ekki sitt eftir liggja. Með fjöldarannsóknum væri kleift að finna lungnakrabba á byrjunarstigi hjá Jreim sem eru einkennalausir, og ef aðgerðir eru framkvæmdar tafarlaust, er vonin um var- anlegan bata margfalt meiri. Herferðin gegn lungnakrabba verður ekki rekin, svo að vel sé, ef eingöngu er hafður í frammi áróður gegn reykingum. Fræðsla á Jrví sviði er þó sjálfsögð og nauð- synleg, en hver og einn verður að gera það upp við sig, hvort hann getur neitað sér um Jressa nautn eða lagt niður þennan óvana. Eíialaust verða 'einhverjir sem hætta að reykja, en ætli þeir verði ekki fleiri, sem halda því áfram. Hitt skulum við hafa hugfast, að jafnvel þótt allir íslendingar hættu nú reykingum, þá munu samt hundruð sjúklinga fá þenn- an sjúkdóm á næstu árum eða áratug og geta verið með hann á byrjunarstigi nú. Flestir þeirra hafa Jiiegar reykt í áratugi, en nokkrir ekki reykt. Æskilegt væri að eitt- hvað væri gert til að reyna að finna J>essa sjúklinga á meðan sjúkdómurinn er ennþá á byrjunarstigi og þar með mun auðveldari viðureignar. Krabbameinsfélögin eiga heiður skilið fyrir sin framlög, og Jrau færa stöðugt út kvíarnar, en heilbrigðisyfirvöldin mega ekki láta sitt eftir liggja. Tryggja verður nægjanlegt sjúkrarými fyrir þessa sjúklinga, svo að allir sem hafa einkenni, sem vekja grun um Jiænnan sjúkdóm, komizt tafar- laust inn á sjúkraliús í fullkomna rannsókn og aðgerð, ef ástæða er til. Ýmsir eru á móti því, að rætt sé eða ritað fyrir almenning um krabbamein, Jnar sem Jjað kunni að valda óþarfa hræðslu og á- hyggjum. Ég er á annarri skoðun. Ég tel sjálfsagt að fræða almenning sem bezt um einkenni og gang sjúkdómsins. Það getur stuðlað að því, að sjúkdómurinn Verði greindur miklu fyrr. Þá er unnt að lækna mun fleiri en ella, og þá er betur farið en heima setið. BRUNABOTAFELAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 105 SlMI 24425 10 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.