Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 13

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 13
Hin nýkjörna sljórn Krabbameinsjélags Reykjavikur. Talið jrá vinstri: Sveinbjörn Jóhsson lircstaréttarlögmaður, Sigriður Eiriksdóttir hjúkrunarkona, Ólajur Bjarnason yfirlœknir, gjaldkeri, Bjarni Bjarnason lœknir, formaður, Gisli Fr. Petersen yfirlœknir, ritari, Hans R. Þórðarson forstj. og Jón Oddgeir Jónsson framkvœmdasljóri félagsins. mein, telja liana varhugaverða. Þó sýnir sig víða erlendis þar sem slík fræðsla er vel á veg komin er fólkið betur á verði gegn sjúkdóminum og fær því oft fulla lækningu í stað þess að koma um seinan. Það er einnig reynsla þeirra sem erlendis fást við slíka fræðslu og fylgast með áhrifum hennar, að krabbameinsóttinn fer þverrandi lijá al- menningi þegar frætt er nm sjúkdóminn af fullkomnu hispursleysi, en ekki að pukr- ast með hann eins og einhvern óttalegan leyndardóm. Það er óneitanlega vandasamt verk og litlu má muna að vopnin geti snúist í höndum bess, sem með þá fræðslu fer. Hún verður að byggjast á næmum skilningi á afstöðu fólks til sjúkdómsins og varúð. Það er ekki einungis á íslandi sem allt hefur komist í uppnám út af skýrslu amer- ísku vísindamannanna um reykingar og fréttabréf um heilbrigfusmál skaðsemi þeirra. Öll heimsblöðin skrifa um reykingar og nikótín. Sumir eru sármóðg- aðir yfir að hinir amerísku þrjótar skuli vera að þyrla öllu þessu moldviðri í loft upp. Því má maður ekki vera í friði fyrir þessurn áróðursseggjum, sem altaf eru að skjóta upp kollinum til að vekja athygli á sér og reyna að gerast frægir með einhverj- um ráðum. Þeir svífast þess jafnvel ekki að Iiræða lífið úr fólki, ef þeir aðeins geta upphugsað eitthvað sem kemur nafni þeirra á síður heimsblaðanna. Það er ekki verið að hugsa um þó þreyttar og vansælar sálir séu sviftar þeim fáu ánægjustundum sem þær eiga völ á. Þurftu þeir nú endilega að detta niður á tóbakið og ljúga upp á það öllum vömmum og skömmum. Þó enginn taki mark á þessu endemis kjaftæði, er það nú samt svona: Við reykjum ekki sígarettuna 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.