Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 14
okkar með sömu ró og öryggistilfinningu
þegar er að spúa öllu þessu áróðurseitri. En
guði sé lof, maður hefur þó enn hæfileikann
til að gleyma og jafna sig. í þessa átt heyr-
ast margir tala undanfarið.
Það er löngum ríkt í mannium, hvað sem
öllum vísindum, menningu og mentun líð-
ur, að vilja aðeins viðurkenna það og trúa
því, sem ekki kemur í bága við óskir hans
og vilja. Þessvegna er svo óumræðilega erf-
itt að leiða fólk inn áþær brautir, sem það
ekki vill ganga af eigin hvötum, þó öll rök
og heilbrigð skynsemi segi því, að þá leið
sem það fer eigi það ekki að ganga. Eðli
mannsskepnunnar er að vilja fara sinna eig-
in ferða hvað sem það kostar. Jafnvel lífið
er sett að veði í stað þess að víkja út af van-
ans og óskhyggjunnar braut.
Ekki er þó með öllu vonlaust að með
skýrslu ameríkananna hafi loksins borist
vopn sem eitthvað bíta í baráttunni gegn
reykingunum. Svo er að sjá sem heimurinn
hafi hrokkið við. Hitt er svo annað mál, sem
þó skiftir mestu, hvort hjartslátturinn end-
ist svo lengi, að menn lialdi vöku sinni eða
lognast útaf í gamla kófið.
Hingað til hefur það reynst svo, að þeir
sem hafa búið undir oki tóbaksnautnarinn-
ar árum og áratugum saman, þráast við og
láta sér ekki segjast hvaða rök sem eru
borin á borð fyrir þá. Þannig hefur það
reynst erlendis bar sem miklum áróðri hef-
ur verið beitt, fyrst og fremst gegn fullorðna
fólkinu, í þeirri von að það vildi fórna reyk-
ingunum, til þess að verða ekki ungu kyn-
slóðinni hættuleg fyrirmynd.
Danir gerðu harðvítugar atrennur gegn
tóbaksnautn, sem stóðu samfleytt í 2 ár. Þar
var beitt ýmsum ráðum, sem virtust snjöll
og líkleg til árangurs. Hann varð þó minni
en skyldi og endirinn varð alger ósigur
áróðursaflanna. Þetta olli þeim miklum
vonbrigðum, sem lögðu fram krafta sína og
hugkvæmni, til að bjarga samferðamönnum
sínum frá illum örlögum. En við hverju
er að búast í heimi þar sem flestir vilja láta
blekkjast, frekar en að blýða þeim röddum
sem hrópa og vara við á hættunnar stund.
Það sannast nú sem fyrr, að illt er að
kenna gömlum hundi að sitja og því vafa-
samt að eyða meiri orku í það en góðu
hófi gegnir. Hitt mun heillavænlegra að
snúa sér til ungu kynslóðarinnar og leita
fulltingis hennar til að snúa ósigrinum í
baráttunni við reykingar upp í sókn og
sigur.
Það hefur löngum reynst heilladrjúgt að
heita á hana til að ryðja mikilvægum mál-
um braut. Mér er nær að halda, að ef æsk-
an lætur ekki þetta mál til sín taka, snýr
dæminu við og gerist fyrirmynd þeirra, sem
ættu að vera fyrirmynd hennar, þá verði
okkur ekki forðað frá reykingunum, sem
nú hefur sannast að ógna lífi og heilsu og
hamingju fólks um allan heim. Eg er því
sannfærður um að krabbameinsfélögin eru
á réttri leið með því að beita áhrifum sínum
eins og þau gera nú og starfa í samvinnu við
skóla landsins. Þannig munu þau fá miklu
áorkað sé vel og haglega á vopnunum hald-
\
Kmbbameinsfélögin
óska öllum velunnurum sínum
gleðilegs sumars
og þakka starfið á liðnum
vetri
\___________________________________________;
14
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL