Heilbrigðismál - 01.09.1977, Síða 6
Else Lunde flutti erlndi í Norræna
húsinu í sumar um vandamál þeirra
kvenna sem fengið hafa krabbamein
í brjóst. Erindið vakti mikla athygli
þeirra sem á hlýddu, en útdráttur úr
því er birtur hér.
Mynd: Gunnar V. Andréason.
hafi alltaf verið um krabbamein að
ræða. Það hefur tekið að sér það
verkefni að hjálpa sjúklingum sem
eiga að fara í uppskurð, gefa þeim
ráð og andlegan styrk í ljósi eigin
reynslu.
Bæði félögin eru tengd Krabba-
meinsfélaginu (Landsforeningen
mot Kreft), og nú höfum við sem
skornar höfum verið upp við
brjóstakrabba bæst við
Forráðamönnum Krabbameins-
félagsins hafði lengi verið ljóst að
sá hópur kvenna sem við erum
fulltrúar fyrir þarfnast einnig sið-
ferðilegs stuðnings og hagnýtrar
hjálpar. Mörgum konum sem
gengist hafa undir skurðaðgerð
gegn brjóstakrabba hafði einnig
komið eitthvað svipað í hug.
Eldsál nokkur, formaður sam-
taka þeirra sem barkakýlið hefur
verið numið úr, og Krabbameins-
félagið sáu svo um að fimm fyrr-
verandi brjóstakrabbameinssjúkl-
ingum, ásamt yfirsjúkraþjálf-
aranum á Radiumsjúkrahúsinu
sem hefur rnikla reynslu af að
starfa með brjóstakrabbasjúkl-
ingum, var boðið á umræðufund
hjá fyrrnefndum samtökum í
september 1976. Fundurinn var
haldinn í Geilo í Noregi. Við
urðum bæði hrifnar og djúpt
snortnar af því sem þetta fólk gerir
úr fötlun sinni: Það notar hana til
að hjálpa öðrum. Þetta á einnig að
vera markmið okkar.
Við teljum að konursem skornar
eru upp við brjóstakrabba þarfnist
hjálpar. Svipuð starfsemi er hafin I
fleiri löndum, en starfshættir
annarra hæfa okkur ekki óbreyttir.
Við urðum sammála um að þreifa
okkur áfram og læra af reynslunni.
í lok septembermánaðar 1976
var fyrsti fundurinn haldinn. Þá var
ákveðið að byrja að heimsækja
konur sem dvöldu á Radium-
sjúkrahúsinu, og starfsemi okkar
hófst í október. Við höfðurn nú
þegar farið í yfir 300 heimsóknir.
Bæði sjúklingar, læknar og hjúkr-
unarfólk hafa tekið starfi okkar vel.
Við heimsækjum sjúklingana
tvisvar í viku. Við sömdunt
leiðbeiningar handa nýjum sjálf-
boðaliðum og einnig bréf sem
sjúklingarnir fá fyrir fyrstu heim-
sókn.
Viðbrögð almennings
eru óeölileg
Því miður eru sorglegar sjúk-
dómssögur um fólk með krabba-
rnein vinsælt umræðuefni.
Alltof sjaldan er rætt um alla þá
mörg þúsund krabbameinssjúkl-
inga sem hlotið hafa bata. Okkur
finnst mikilvægt að þessi hópur
komi fram á sjónarsviðið. Þá mun
án efa draga úr hræðslunni við
orðið krabbi. Alltof margar konur
láta vegna hræðslu hjá líða að leita
strax læknis þegar þær finna hnút t
brjósti. Aukin hreinskilni um þessi
mál meðal almennings yrði til þess
að krabbamein í brjósti finndist
fyrr hjá mörgum konum og bata-
horfur þeirra ykjust.
Oftast fá konur brjóstakrabba a
aldri sem þeim er einnig erfiður af
öðrum ástæðum. Konan er að
komast úr barneign, börnin eru að
fara að heiman, henni finnst lítil
þörf fyrir sig, nýjabrumið er farið
af kynlífinu og fleira kemur til.
Ég hef heyrt margar ljótar sögur
um hvað brjóstakrabbasjúklingar
6
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL