Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 13
UÝMÆLI
AF VETTVANGI
KRABBAMEIIIS-
B, A TJTJSÓKW A
Oft er spurt: Hva<) líður ráðgátunni um orsakir krabbameins?
Erum við nokkru nœr pví en áður að leysa gátuna um orsakir og eðli
krabbameins? Þessu er til að svara að lausnin er enn þá fjarlœg en
margvísleg vitneskja hefur fengist sem gerir það að verkum að meiri
bjartsýni er að vœnta um lausn gátunnar en allur þorri manna gerir
sér grein fyrir.
Hérsegir Gunnlaugur Geirsson frá stöðunni i þessum málum í dag
en hann er yfirlœknir á frumurannsóknastofu Krabbameinsfélags
Islands.
Krabbameinsrannsóknir fara
fram víðs vegar í heiminum, einnig
hérlendis, og þeir sem þar um fjalla
vmna á mismunandi sviðum að
sama marki. Frá fyrri tímum
þekkjast lýsingar á æxlum eða átu-
■neinum en við tilkomu smásjár-
rannsókna gerðu menn sér fyrst
ljóst að sjúkdómurinn er fólginn í
offjölgun afbrigðilegra fruma sem
hreiðast út í líkamanum og þrýsta
að eða hindra á annan hátt eðlilega
sfarfsemi líffæra. Enda þótt æxli
eigi það sammerkt að vera mynduð
af óeðlilegri frumufjölgun eru þau
mJög mismunandi að því er varðar
frumugerð, vaxtarhraða og fleira,
aieðal annars eftir því frá hvaða
iíffæri æxlið er sprottið.
I fyrstu beindust krabbameins-
rannsóknir að útliti illkynja æxla og
frumugerð, auk þess sem fram fór
skráning á tíðni þeirra og á atriðum
er varða krabbameinssjúklingana
sjalfa. Er þessi þekkingarforði jókst
^01T1 frarn ýmiss konar vitneskja
serr> gat gefið bendingu um orsakir
eða áhættuþætti krabbameins.
Elsta dæmi um slíkt er frá árinu
^5, er breski læknirinn Sir
Percival Pott benti á tíðni húð-
krabbameins á kynfærum sótara og
taldi það stafa af óhreinindum er
fylgdu starfi þeirra. Þetta er einnig
markvert sökum þess að þarna var í
fyrsta sinn bent á að krabbamein
geti myndast af utanaðkomandi
orsökum, en sé ekki sprottið upp
sjálfkrafa. Árið 1916 var kenning
hans vísindalega staðfest er þrem
japönskum læknum tókst að fram-
kalla húðæxli hjá tilraunadýrum
með því að bera á þau koltjöru, og
um það bil fimmtán árum síðar
einangraði Kennaway efnið
„benspyren" úr koltjörunni, en það
er ntjög virkur krabbameinsvaki og
að öllum líkindum orsakavaldur
ofangreindra æxla.
Helstu rannsóknar-
aöferðir
í grein sem þessari er ekki unnt
að gera skil hinum fjölþættu
krabbameinsrannsóknum sem
frarn fara í heiminum í dag. Með
Álitið var að sviðinn og reyktur matur
væri valdur að krabbameini í maga.
Krabbameinsfélag íslands lét fyrir
rúmum áratug gera nákvæma könn-
un á magni krabbameinsvaldandi
efna í þessum matvælum. Þá kom í
Ijós að sé kjöt aðeins reykt í um tvo
sólarhringa og ef svið eru sviðin við
loga frá propangasi eða acetylen-
gasi er lítil eða engin hætta á mynd-
un hinna skaðlegu efna.
Mynd: Gunnar V. Andrésson.
SEPTEMBER 1977
13