Heilbrigðismál - 01.09.1977, Síða 14
Þekktasti krabbameinsvaldurinn í
umhverfi manna er tóbaksreykur.
Mynd: J. Long.
því að minnast stuttlega á helstu
þætti slíkra rannsókna má þó fá
betri hugmynd um hve fjölbreyti-
legar þær eru.
1. Faraldsfræði krabbameins.
Nákvæm skráning á æxlum er
undirstaða þekkingar á illkynja
meinsemdum. Forsenda slíkrar
skráningar eru traustar heimildir,
sem fást við vefjagreiningu meina-
fræðinga, annað hvort með smá-
sjárskoðun vefjasýnis úr æxli, sem
numið hefur verið á brott með
skurðaðgerð eða við krufningu.
Uppskera krabbameinsskráning-
arinnar kemur fram með því að
auka þekkingu á tíðni og hegðun
hinna ýmsu æxla eins og sagt var
frá í næst síðasta tölublaði Frétta-
bréfs um heilbrigðismál.
2. Lækningarannsóknir og
krabbamcinsleit. Læknar sem
annast krabbameinssjúka fylgjast
með og rannsaka gang sjúkdóms-
ins, svörun við meðferð og aðra
þætti er varða einstaka sjúklinga.
Krabbameinsleit er einn liður í
slíkum rannsóknum. Stofnað er til
reglubundins heilbrigðiseftirlits
með sérstöku tilliti til krabbameins
i ákveðnum líffærum. Um er að
ræða annars vegar almenna hóp-
rannsókn, svo sem gert hefur verið
varðandi leghálskrabbamein, eða
rannsóknir á hópum manna sem
taldir eru vera í meiri hættu en
aðrir að fá krabbamein, t.d. starfs-
menn í efnaverksmiðjum. Til-
gangur hópskoðana er tvíþættur,
fyrst og fremst að uppgötva mein
og lækna það áður en það breiðist
út, en einnig að safna vitneskju um
byrjunarstig illkynja æxlisvaxtar.
3. Meinavefjafræði. Athuganir á
útliti æxla, einkum smásjárskoðun
og nú á síðustu árum einnig athug-
anir á örgerð æxlisfruma með raf-
eindasmásjá eru meðal undir-
stöðuatriða allra krabbameins-
rannsókna. Meinfræðingar víða
um heim hafa fyrir tilstilli Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) komið sér upp kerfi til
flokkunar æxla samkvæmt því
hvernig þau líta út í smásjá og taka
allar aðrar rannsóknir mið af því.
4. Dýratilraunir. Augljóst er að
ekki er hægt að gera tilraunir með
krabbamein á mönnum. Enda þótt
ekki sé unnt að heimfæra niður-
stöður dýratilrauna að öllu leyti
yfir á menn má fullyrða að þær
hafa gegnt ómetanlegu hlutverki í
rannsóknum á orsökum krabba-
meins. Á það við um athuganir á
hlutdeild ýmissa efna í krabba-
meinsmyndun svo og um veiru-
rannsóknir og kannanir á áhrifum
geislunar. Þáttur geislunar og
geislavirkra efna í æxlismyndun er
vel kunnur af dýrkeyptum mis-
tökum manna, en einnig af mark-
vissum athugunum á lifandt
vefjum dýra. Mjög mikið starf
liggur að baki þeirri vitneskju, að
þekktar eru a.m.k. 110 veiruteg-
undir sem geta myndað illkynja
æxli meðal ýmissa dýrategunda, en
ekki hefur tekist að sanna með
vissu slíkt orsakasamhengi hjá
mönnum, þrátt fyrir mjög um-
fangsmiklar rannsóknir.
Dýratilraunir hafa skilað mikil-
vægustu niðurstöðum er varðar
rannsóknir á ýmsum efnum, sem
reynst hafa krabbameinsvakar
(chemical carcinogens). Segja má
að flest ný efni og efnasambönd
sem ætluð eru til neyslu eða
blandast umhverfi manna verði að
prófa á dýrum áður en þau eru sett
á markað. Þannig hefur verið unnt
að bægja frá ýmsum efnum, sem
gætu hafa valdið miklum usla
meðal manna með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum, hefði dýra-
tilraunum ekki verið beitt. Nefna
má sem dæmi efnið „N-2-Fluor-
emylacetamide" sem er virkt skor-
dýraeitur en reyndist við dýratil-
raunir vera öflugur krabbameins-
vaki og var því ekki sett á markað.
5. Lífeðlis- og lífefnafræðilegar
athuganir á krabbameini. Lífeðlis-
14
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁU