Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 16

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 16
Þessi myndasaga með „Smáfólki" minnir á að vísindamenn hafa oft velt því fyrir sér að hve miklu leyti um- hverfi mannsins orsakar krabba- mein og hvort tilhneyging til að fá krabbamein getur gengið að erfðum. I þessu sambandi má geta þess að næsta sumar verður haldin ráð- stefna í Reykjavík í tengslum við aðalfund Norræna krabbameins- sambandsins og verður þar rætt um rannsóknir á arfgengi og fjölskyldu- fylgni krabbameins. umhverfisbundnir þættir eiga veigamikinn þátt í myndun hinna ýmsu krabbameina verður að telja ákjósanlegt að ráðast í slíka leit samhliða könnun á umhverfi og venjum fólks, t.d. er varðar atvinnuhætti, matarvenjur o.s.frv. Slíkar kannanir eru mikið þolin- mæðisverk og þarf að koma til skilningur allra þeirra sem taka þátt í rannsókninni og ekki hvað síst samviskusemi þátttakenda um upplýsingar og nákvæmni í skrán- ingu þeirra. Á því veltur hvort út- koman verður marktæk eða ekki. Niðurstöður slíkrar könnunar þarf að færa í tölvu sem getur unnið úr svo viðamiklu verkefni. Rannsókn af þessu tagi tekur langan tíma en mikils árangurs er að vænta ef vel tekst til. Ætla má að slík könnun geti orðið árangursrík hérlendis þar sem fólk er vel menntað, lætur sér annt um heil- brigði sitt og hefur góðan skilning á því. ef eitthvað er öðru vísi en vert væri og að kippa þurfi slíku í lag. Krabbameinsvakar í umhverfi manna Svo sem ítrekað hefur verið hér að framan hafa krabbameinsrann- sóknir eindregið bent á utanað- komandi áhrif sem veigamesta þáttinn í myndun illkynja æxla. Beinist athygli vísindamanna einkum að ýmiss konar efnum í umhverfinu, sérstaklega andrúms- lofti og næringu. Talið er að allt að 80 til 90% af illkynja œxlum eigi rœtur sínar að rekja til umhverfis- bundinna áhrifa í fœðu og and- rúmslofti. Vitað er um aðrarorsakir krabbameins, svo sem geislun og veirur, enda þótt hið síðarnefnda hafi ekki með vissu sannast hjá mönnum. Krabbameinsvaki í umhverfi getur virkað í smáum skömmtum mjög oft og um langt skeið áður en æxlið myndast, svo sem verður t.d. við tóbaksreykingar, en ef um stærri skammta af krabbameins- vökum er að ræða myndast æxlið á skentmri tíma. Myndun illkynja æxlis getur örvast við áhrif krabbameinshvata (co-carcinogen) og önnur áhrif er auka frumu- deilingar. Æxlisfrumurnar sýna mikilvæg frávik frá því sem gerist meðal eðlilegra fruma sama líffæris og æxlið er sprottið frá bæði er varðar kjarna og frymi (cyto- plasma). Sum æxli skynjar líkaminn sem framandi eða sem aðskotahlut og beinir ónæmis- svörun sinni gegn því til eyðingar áður en það nær að vaxa ífarandi. Ef svo reynist sem menn telja um utanaðkomandi áhrif krabba- meinsvaka er áhugavert að spá hvernig til tekst að uppræta slík efni úr umhverfi okkar. Munu efnahagsástæður er varða fram- leiðsluhætti matvæla og neyslu- varnings svo sem ýmiss konar „munaðarvara" verða ofan á og ekki reynist kleift að bægja þeim burt fyrr en seint og um síðir. Reynsla okkar í baráttunni við tóbakssölu og tóbaksnotkun bendir til þess að ýmsir erfiðleikar gætu verið því fylgjandi. Dr. John H. Knowles, fórseti Rockefeller Foundation og fyrrum sjúkrahússtjóri Massachusetts General Hospital í Boston, hefur haldið því fram að þeir sem eru of feitir, þeir sem reykja o.s.frv. eigi að vera skyldaðir til að borga helmingi hærri iðgjöld til lífeyrissjóða og sjúkrasamlaga, þar sem slíkir ein- staklingar þarfnist mestrar spítala- hjálpar og deyi fyrir aldur frant, skv. heilbrigðisskýrslum lækna og heimildum líftryggingafélaga. Ef til vill verður þetta það sem koma skal, að fólki verði gert að greiða iðgjöld til samræmis við heilsu- farshætti sína og þörf fyrir sjúkra- húsvist. Væri slíkt mörgum hvatning til þess að stunda heilbrigt líferni. D 16 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.